Lína Birgitta er áhrifavaldur og athafnakona sem rekur eigið fyrirtæki, Define The Line. Guðmundur Birkir, kallaður Gummi Kíró, er kírópraktor og eigandi Kírópraktorstöðvar Reykjavíkur. Hann nýtur einnig vinsælda á Instagram og mikill áhugamaður um tísku og merkjavörur.
Þau eru ekki aðeins par heldur einnig viðskiptafélagar. Nýlega stofnuðu þau fyrirtækið Moxen Eyewear og gáfu út fyrstu sólgleraugnalínuna í sumar.
Lína og Gummi fögnuðu þriggja ára sambandsafmæli í gær og birtu bæði fallegar færslur á Instagram.
View this post on Instagram
„Þrjú ár með besta dúdda lífs míns. Takk fyrir að bjóða mér á deit fyrir nákvæmlega þremur árum síðan,“ skrifaði Lína á Instagram.
Gummi birti einnig myndir í tilefni sambandsafmælisins.
View this post on Instagram
Lína og Gummi voru vinir áður en þau urðu par. Þau sögðu frá því hvernig vináttan varð að einhverju meira í viðtali í mars.
Sjá einnig: Lína Birgitta og Gummi Kíró opna sig um sambandið og upphaf þess – „Ég þurfti að hringja í vin“
Í október síðastliðnum fór Gummi á skeljarnar í París og eftir að Lína – sem hélt að hann væri grínast til að byrja bað – var búin að átta sig á hvað væri í gangi sagði hún já.