Á fimmtudaginn síðastliðinn sakaði Bonnie hann um að vera „upptekinn við að reyna að ríða öðrum konum“ í færslu á Instagram.
Bonnie, 29 ára, sagði að fólk hafi reynt að vara hana við Jesse, 53 ára. „Ég hefði átt að vita betur,“ sagði hún. Hann er örugglega hvað þekktastur fyrir að hafa verið giftur – og haldið framhjá – leikkonunni Söndru Bullock frá 2005 til 2010. Hann er líka sagður hafa haldið framhjá tattúlistakonunni Kat Von D og fjórðu eiginkonu sinni, kappaksturskonunni Alexis DeJoria.
Jesse bað Bonnie afsökunar en neitaði að hafa haldið framhjá. Í færslu á Instagram gekkst hann við því að hafa kallað Bonnie „þroskahefta“ og sent skilaboð á fyrrverandi kærustu.
„Elskan mín, ég hélt ekki framhjá þér, ég sver það!“ sagði hann í færslu á Instagram og birti nokkrar myndir af þeim.
„Mér þykir það leitt að við rifumst og fyrirgefðu að ég kallaði þig „þroskahefta“ þegar við vorum að rífast. Ég veit að það gerði þig bara reiðari,“ sagði hann.
„Ég hef aldrei hugsað um að halda framhjá þér, ég hef aldrei reynt að halda framhjá þér. Ég hef aldrei fundið fyrir þörfinni að halda framhjá þér. Þú ert sú eina sem ég vil, að eilífu.“
View this post on Instagram
Jesse viðurkenndi að hann hafi sent fyrrverandi kærustu skilaboð eftir rifrildi þeirra, en sagði ekki hvaða fyrrverandi kærustu það var.
„Ég hélt í alvöru að sambandinu okkar væri lokið og ég var svo reiður,“ sagði hann og baðst afsökunar.
„Ég hætti að fylgja henni á samfélagsmiðlum og mun ekki hafa samband við hana aftur.“
Hann endaði skilaboðin með því að biðja Bonnie um að koma heim.
Hjónin náðu sáttum um helgina og sakaði Jesse fjölmiðla um falsfréttaflutning. Hann birti einnig mynd af bók sinni „Freebie: Relationship Advice“ og ítrekaði að hann hafi ekki haldið framhjá Bonnie.
View this post on Instagram