Bókstaflega allir vita hver Dr Phil er enda búinn að vera með samnefndan sjónvarpsþátt í tvo áratugi. Hann hóf þó feril sinn á skjánum fjórum árum í þáttum Opra Winfrey.
Doktorinn hafði þá þann starfa að aðstoða hina ofurríku í málaferlum og þegar að Oprah naut aðstoðar hans við að vinna ein slík var hún það uppnuminn að hún bauð Dr Phil að koma fram reglulega.
Árið 2002 fór hann af stað með eigin þátt og þénar í dag meira en sjálf Oprah og eru eignir hans metnar á 460 milljónir dollara.
Það er meira en að segja það að halda fólki við skjáinn í tuttugu ár svo hvert er leyndarmálið að baki velgengni dr Phil?
Það er hörð samkeppni á sviði í poppsálfræði í amerísku sjónvarpi. En það sem ef til vill aðgreinir dr Phil frá keppinautum sínum er allt að því óhugnalegur hæfileiki hans (og stórs hóps starfsfólks) að finna fólk sem vekur sláandi athygli.
Oftar en ekki er það vegna andlegra erfiðleika sem valda það sérkennilegri, og jafnvel hættulegri, hegðun að almenningur situr límdur við imbakassann til að sjá doktorinn töfra fram lækningu á sviði.
Hefur ekki réttindin
Hann er líka duglegur við að minna á menntun sína og reynslu. Aftur á móti hefur Dr Phil aðeins haft réttindi til starfa sem sálfræðingur í Texas en þegar kom að reglubundinni endurnýjun árið 2006 sótti doktorinn ekki um og féllu réttindi hans þá niður.
Hann hefur aldrei haft réttindi til að starfa sem sálfræðingur í Kaliforníu, þar sem þáttur hans er tekinn upp, og var því harðlega gagnrýndur þegar hann veitti Britney Spears (ólöglega) sálfræðirágjöf árið 2008. Dr Phil er reyndar afar duglegur við að minnast á alla frægu vini síni, svo að segja í hverjum þætti.
Því verður ekki neitað að Dr Phil hefur aðstoðað fjölda fólks í gegnum árin en hann hefur einnig verið gagnrýndur harkalega fyrir að fá til sín fólk sem ekki er í neinu ástandi til að koma fram fyrir heimsbyggðina.
Sú gagnrýni færist í vöxt og hafa sífellt fleiri, meðal annars gestir þáttanna og aðstandendur þeirra, stigið fram og sagt sig hafa verið misnotaða í hagnaðarskyni.
Lítum á nokkur dæmi
Shelley
Leikkonan Shelley Duvall, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í The Shining, var gestur dr Phil árið 2016. Það var augljóst frá fyrstu sekúndu að Shelley var, í það minnsta þegar þátturinn var gerður, afar veik á geði. Leikarinn Robin Williams, sem var náinn vinur leikonunnar, var þá nýlátin og Shelley augljóslega frá sér af sorg. Sagði hún hann enn á lífi en andi hans umbreyttist reglulega.
Dr Phil hélt áfram að pumpa Shelley um ranghugmyndir og í kjölfari þáttarins hreinlega loguðu samfélagsmiðlar þar sem doktorinn var gagnrýndur harðlega fyrir að nýta sér veikindi og sorg Shelley í nafni afþreyingar.
Á endanum sá Dr Phil til þess að Shelley var send á stofnun í Flórída en leikkonan sneri heim eftir þrjá daga.
Margir lýstu furðu sinni á því af hverju Shelley hefði ekki fengið vistun nær heimili sínu i Texas til að auðvelda henni vistina en staðreyndin er sú að Dr Phil fær vel borgað frá ýmsum meðferðaraðilum til að fá sjúklinga senda til sín og mæla með viðkomandi stofnun.
Hvort það var raunin í þetta skiptið er þó ekki vitað. Fjöldi þekktra einstaklinga úr heimi Hollywood steig fram og gagnrýndi Dr Phil harkalega.
Herbergi fyllt vodka
Todd Herzog er annar gestur sem hefur fátt gott um dr Phil að segja. Tod hafði unnið í Survivor þáttaseríunni en þegar að hann kom fram árið 2013 var hann svo að segja búinn að tapa í baráttu sinni við alkahólisma.
Todd var það drukkinn að það þurfti að hjálpa honum á sviðið. Tod sagði siðar að hann hefði verið bláedrú þegar hann mætti í stúdíó og staðfesti faðir hans, sem kom með honum það.
Í búningsherberginu biðu Tod hinsvegar tvæ fullar vodkaflöskur, sem er vægast sagt sérkennilegt, og gat Tod ekki staðist áfengið.
Í þokkabót bauð starfsmaður þáttarins Tod róandi lyf, sem hann þáði, en hafði hann aldrei tekið slík lyf áður. Þegar að Tod var svo svo að segja borinn á sviðið hafði hann því innbyrt heila flösku af vodka svo og róandi lyf og átti í mestu erfiðleikum við að tjá sig þegar að doktorinn hóf viðtalið.
Ekki má gleyma JoLynn sem mætti ásamt eiginmanni sínum í þáttinn, berfætt, ofurölvi og þjökuð af átröskunum og virtist lítið vita í þennan heim né annan. Doktorinn sendi JoLynn í meðferð sem gekk vel og sneri JoLynn aftur í þáttinn, heilbrigð og hamingjusöm.
Það breytir ekki því að það ber að setja stórt spurningamerki við hvort manneskja í þessu ástandi hafi átt erindi sem afþreying fyrir framan milljónir áhorfenda.
Höfð að fífli
Kaden Mahaffa skrifaði þættinum árið 2017 í von um að dr Phil gæti hjálpað sér við það sem hún taldi vera ofbeldisfulla hegðun af hendi móður og ömmu kærasta síns gagnvart sért. Starfsmenn þáttanna taka ávallt viðtöl við fólk áður en þættirnir eru teknir upp og í einu slíku viðtali sagði Kaden í framhjáhlaupi að hún teldi sig hafa yfirnáttúrulega hæfileika, lesið hugsanir, haft samskipti við látna og annað slíkt.
Það eitt og sér hefði átt að hringja aðvörunarbjöllum um að Kaden væri ekki í neinu standi til að færa fram málefnaleg rök fyrir framan milljónir manna heldur þyrfti hjálp fagaðila.
En áfram var haldið og þegar þættinum kom vildi Dr Phil lítið sem ekkert tala um hið meinta ofbeldi sem var ástæða Kaden fyrir að fara í þáttinn.
Þess í stað sagði hann Kaden vera veika á geði og krafðist þess að hún segði sér og áhorfendum frá hugsanalestrinum og samtölum sína við dána.
Kaden Mahaffa fór í mál við þáttinn og CBS sjónvarpsstöðina sem hún sagði hafa gert sig að fífli. Hafi hún verið notuð til skemmtunar til að auka áhorf en enga aðstoð fengið. Hún tapaði málinu þar sem rétturinn taldi dr Phil hafa nýtt sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til tjáningarfrelsis.
Dr Phil er duglegur við að markaðssetja vörur undir eigin nafni og árið 2003 hófst sala á Shape Up megrunarvörum. Um var að ræða rándýrar vörur; próteinstykki, töflur og næringardrykki auk þess sem doktorin skrifaði bók um kosti Shape Up.
Enginn grenntist
Matvælaeftirlit Bandaríkjanna gaf út yfirlýsingu um að ekki væri farið með rétt mál um innihaldsefni en Dr Phil lét það sem vind um eyru þjóta. Svo fór að hópur fólks, sem taldi sig hafa tapað stórfé á kaupum á Shape Up vörum án þess að missa gramm, fór mál við doktorinn.
Þurfti hann að greiða 10,5 milljónir dollara í skaðabætur og taka vörurnar úr umferð. Dr Phil reyndist aftur á móti hafa tryggt sig í bak og fyrir og féllu skaðabæturnar á tryggingarfélag hans.
Búgarðurinn illræmdi
Dr Phil hefur í tíu ár verið í nánu, og afar gróðvænlegu, sambandi við stofnun sem heitir Turn Around Ranch.
Um er að ræða eins konar búgarð í Utah sem sérhæfir sig í meðferð á ,,erfiðum” unglingum. Meðferðin stendur í 100 daga og samkvæmt Dr Phil er sú blanda sálfræðimeðferðar og kennsla vinnusiðferðis sem þar er boðið upp á svo að segja skotheld lausn til lækninga á ,,vandræðaunglingum.”
Næstum allir foreldrar sem koma í þáttinn, fullir örvæntingar yfir unglingum sínum, taka dvölinni fagnandi en vilji viðkomandi unglingur ekki fara er hann oft sóttur af starfsmönnum Dr Phil.
Mæta þeir þá oft að nóttu til, vekja ungmennið og bera með valdi út í bíl og þaðan á flugvöll þar sem einkaflugvél á vegum doktorsins bíður. Það kemur yfir að unglingarnir eru bundnir eða handjárnaðir og er hver sekúnda tekin upp og sýnd í þættinum.
Krakkarnir eru sendir á búgarðinn af ýmsum ástæðum. Sum eru að fikta við áfengi og eiturlyf, önnur sýna af sér dónaskap og ofbeldishegðun, enn aðrir neita að fara í skóla og spila þess í stað tölvuleiki alla daga og svo framvegis.
Andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi
Unglingarnir koma oft með ljótar sögur um vistina á búgarðinum. Segjast margir hafa verið beittir ofbeldi, þau auðmýkt fyrir framan aðra heimilismenn, þeim neitað um mat, svefn og aðstöðu til þrifa og salernisferða. Símar hafi verið teknir af þeim og þeim neitað um samskipti við fjölskyldur.
Stúlku, sem er vegan, var neitað um slíkt fæði og þegar að hún neitaði að borða kjöt var því neytt í hana með ofbeldi, að hennar sögn. Önnur sagðist hafa verið beitt kynferðisofbeldi. Einnig hafa borist margar kvartanir um illa meðferð á dýrum á búgarðinum.
Bhad Bhabie var ein þeirra sem send var á búgarðinn og bar staðnum vægast sagt illa söguna eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.
Það hefur einnig komið fyrir að afar veik ungmenni hafa verið send á búgarðinn, ungmenni sem augljóslega þurftu á sértækri aðstoð að halda vegna geðraskana og áttu ekkert erindi á Turn Around Ranch.
Svo fór reyndar að einn piltur í geðrofi myrti starfsmann búgarðsins sem reyndi að stöðva hann við flóttatilraun.
Ein af þeim stúlkum sem sendar voru á búgarðinn fór í mál við þáttinn og CBS en málinu var vísað frá vegna skorts á sönnunargögnum. Dr Phil og CBS hófu aftur á móti gagnsókn og krefjast skaðabóta vegna málsóknarinnar. Ekki hefur enn fengist niðurstaða í það mál.
Helvíti að mati Paris Hilton
Dr Phil sendir einnig unglinga stundum til Provo Canyon School sem er öllu minna þekktur en búgarðurinn.
Angela Smith, sem reyndi sjálfsvíg 15 ára gömul eftir að hafa verið beitt kynferðisofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlims, samþykkti að hafa fara í meðferð í Provo Canyon enda segir hún bæklinginn hafa sýnt staði sem eins konar ferðamannaparadís.
Hún var aftur á móti látin afklæðast öllu við komuna. Henni varð ávallt að hafa fylgt þegar hún fór á salerni eða í sturtu og mátti aldrei loka dyrum herbergis síns. Reglurnar voru afar strangar og þegar að hún þótti ekki búa rétt um rúm sitt var hún lokuð inni í 4 fermetra steinsteyptum klefa sem krakkarnir kölluðu Svartholið.
Þar þurfti hún að standa hreyfingarlaus í 12 stíma á sólarhring og segir klefann hafa verið ískaldan, skítugan og fullan raka og skordýra. Það var ekkert salefni í klefanum, aðeins niðurfall.
Paris Hilton var á sínum tíma send til Provo og dvaldi þar í tæpt ár. Það hafði þó ekkert með Dr Phil að gera en saga hennar af dvölinni er vægast sagt skelfileg.
Einn piltur sem dvaldi í skólanum handarbrotnaði en var ekki trúað. Hann var nálægt því að missa hendina þegar honum var loksins komið á sjúkrahús og umsvifalaust sendur í aðgerð. Ein stúlkan sagði sig hafa misst næstum 20 kíló í skólanum þar sem maturinn hefði verið úldinn og óétandi. Enn önnur stúlka nefbrotnaði þegar að starfsmaður skellti andliti hennar upp að steinvegg þegar hún neitaði matnum.
Bingó?
Hvort allar þessar ásakanir eru réttar er erfitt að segja til um.
Það er engin spurning um að dr Phil hefur hjálpað fjölda manns á sínum ferli og segja margir meira að segja eiga líf sitt honum að launa.
En því ber ekki að gleyma að dr Phil hefur aflar gríðarlegs auðs á kostnað ógæfu annarra, meðal annars með samningum við meðferðarstofnanir. Mörgum fannst þó botninum náð þegar að doktorinn góði hóf að mæla eindregið með alls kyns leikjum í síma, á við bingói. Fannst mörgum sérkennilegt að talsamður símabingós hefði svo að segja alræðisvald yfir meðferð afar veikra einstaklinga.
En það er eiturhörð samkeppni í sálfræðibransa amerísks sjónvarpssem kallar á sífellt meira sjokkerandi efni til að halda áhorfendum við efnið.
En nú er svo komið að gagnrýnin er orðin það hörð og málsóknirnar það margar að eitthvað hlýtur undan að gefa. Hvað það verður, veit nú enginn, vandi erum slíkt að spá.