fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Ingibjörg ólst up við sárafátækt hjá fordómafullum föður sem neitaði að biðja um hjálp

Fókus
Fimmtudaginn 1. desember 2022 17:28

Skjáskot/Eigin konur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Sædís ólst upp við mikla fátækt. Hún segist horfa með aðdáun á fólk sem hefur hugrekkið í að óska eftir fjárhagsaðstoð, og veltir fyrir sér hvers vegna fólk hæðist að þeim sem þurfa og þora að óska eftir aðstoð.

Ingibjörg, eða Inga eins og hún er kölluð, er nýjasti gesturinn í hlaðvarpinu Eigin konur sem birtist hjá Stundinni.

Í þættinum var nokkuð rætt um beiðnir um fjárhagsaðstoð sem nýlega birtust á Twitter. Annars vegar var þar á ferðinni móðir sem óskaði eftir aðstoð til að hún gæti keypt Playstation 5 tölvu handa syni sínum en um var að ræða draumagjöfina hans. Hins vegar var á ferðinni aðili sem óskaði eftir aðstoð til að geta farið með gæludýr sitt til dýralæknis.

Í kjölfarið barst mikið af neikvæðum athugasemdum þar sem þessir einstaklingar voru gagnrýndir, annars vegar fyrir að ætla að kaupa rándýra gjöf handa barni sínu þegar þröngt væri í búi og hins vegar fyrir því að fá sér gæludýr án þess að hafa tök á því að veita því þá umönnun sem það þurfti. Eins fóru margir að hæðast að þessum beiðnum með því að skrifa færslur þar sem óskað var eftir aðstoð í gríni til að kaupa hitt og þetta sem netverjar mátu óþarfa.

Týndu flöskur til að eiga fyrir mjólk

Inga ólst sjálf upp við mikla fátækt á heimili föður sem fyrirleit þá hugmynd að þurfa óska eftir aðstoð. Inga segir að henni hefði þótt það mikils virði ef faðir hennar hefði, líkt og fólkið á Twitter, óskað eftir hjálp til að veita dætrum sínum betra líf.

„Ég upplifði mikla fátækt sem barn ástæðan fyrir því að ég upplifði hana var sú að ég bjó hjá foreldri sem gat ekki unnið vegna veikinda, andlegra og líkamlegra veikinda, en var á sama tíma mjög mótfallinn því að fólk myndi biðja um aðstoð.“

Faðir hennar talaði neikvætt um aðra sem höfðu þegið aðstoð frá ríkinu í formi félagslegs stuðnings eða örorkubóta. Sjálfur dró hann lífið fram fyrir sig og dætur sínar á barnabótunum einum.

„Sem dekkaði alls ekki mat út allan mánuðinn fyrir okkur þrjú og okkar gæludýr þannig að oft var það þannig að við fengum ekki góða máltíð inn á heimilinu nema bara fyrstu tvær vikur mánaðar og seinni part mánaðar þurftum við einhvern veginn að redda okkur. Við þurftum að týna flöskur úti á götu, vorum mikið að labba með hundinn og finna flöskur og svo þurftum við systurnar að labba úr Kópavoginum og í Elliðaárdalinn í flöskumóttökuna með kannski tvo stóra poka einu sinni í viku til að fá, ég veit það ekki 2000 kall til að kaupa mjólk og kornflex eða eitthvað svona smotterí“

Stundum ekkert nema steiktur laukur í matinn

Inga segir að faðir hennar hafi virkilega þurft á hjálp að halda en hann hafi verið haldinn fordómum gegn því að biðja um hjálp. Hún lýsir því hvernig þau bjuggu á haustmánuðum í rafmagnsleysi og elduðu mat á prímus í eldhúsinu. Á kvöldin var það myrkrið og þögnin ein.  Suma daga var það aðeins steiktur laukur sem þær systurnar fengu að borða og átti það til að líða yfir þær af næringarskort.

Faðir hennar hafi þó verið mjög fróður og verið duglegur við að hvetja dætur sínar áfram í námi. Nema eitt árið þegar hann ákvað að hann væri of einmana einn heima á daginn og tók stelpurnar úr skóla, en þá áttu þær að vera í 6. og 7. bekk. Hann hafi reynt að sjá vel um þær og vildi þeim allt það besta, nema það eitt að biðja um aðstoð. Nokkuð sem hann gat engan veginn hugsað sér. .

„Hann vildi allt gera fyrir okkur nema á röngum stöðum og á röngum forsendum.“

Þær systur fóru að lokum í fóstur, en mamma þeirra hafði fallið frá þegar þær voru ungar að aldri.

Horfir aðdáunaraugum á þá sem þora að biðja um aðstoð

Inga segir að í ljósi æsku sinnar hafi hún tekið það til sín þegar fólk fór að hæðast að beiðnum um aðstoð á Twitter. Henni hefði sjálfri þótt vænt um það að faðir hennar hefði verið tilbúinn að óska eftir aðstoð.

„Með mína reynslu að baki horfi ég bara aðdáunaraugum á þetta. Ég bara sé hvað hún vill gera mikið fyrir barnið sitt og að hún veit að hún mun fá yfir sig skít. Hún mun fá slæm komment. En samt ákveður hún að taka þetta skref að biðja um hjálp. Mér finnst það bara allt í lagi og það er fullt af fólki á Twitter sem á meira en nóg og getur hjálpað. Fullt af fólki á Twitter sem getur ekki hjálpað og fullt af fólki sem vill ekki hjálpa og það er bara gott og blessað. Þið þurfið ekki að hjálpa fólki sem biður um aðstoð- það er enginn að krefja ykkur um það.“

Það sé hins vegar algjör óþarfi að fara út í hæðni eða koma með neikvæðar athugasemdir þegar einhver í erfiðri stöðu leitar aðstoðar. Það se svo að bótakerfið og félagslega aðstoðin sem stendur til boða í landinu sé aðeins til þess að ná yfir grunnþarfirnar. Hins vegar sé það svo að við búum í neyslusamfélagi og til að búa við sæmd þá þurfi meira að koma til enn bara grunnþarfir.

Það sem fólk í neyð þurfi alls ekki að heyra sé að þau þurfi ekki ákveðna hluti bara út af stöðu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“