fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

The Rock gerði upp skammarstrik úr æsku sem hafði nagað samvisku hans

Fókus
Miðvikudaginn 30. nóvember 2022 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það leikur allt í höndunum á kvikmyndastjörnunni Dwayne „The Rock“ Johnson en hinn fimmtugi leikari er ein launahæsta stjarna Hollywood. En staðan var ekki alltaf svo björt. Johnson, sem er fæddur og alinn upp á Hawaii, bjó við þröngan kost í æsku. Ekki var nóg til að bíta og brenna á heimili hans og á dögunum viðurkenndi stórstjarnan að hafa stolið Snickers-súkkulaðistykki á hverjum degi úr 7-Eleven hverfisversluninni þegar hann var á táningsaldri. Hann segir að sami starfsmaðurinn hafi alltaf verið í versluninni og sá hafi eflaust vitað hvað var í gangi en alltaf litið undan.

Johnson keypti hvert einasta Snickers-stykki í búðinni

Johnson greindi frá því í Instagram-pósti á dögunum að hann hefði alltaf iðrast hnuplsins og dreymt um að gera hreint fyrir sínum dyrum. Á dögunum lét hann svo verða af því þegar hann heimsótti gömlu hverfisverslunina á Hawaii og keypti öll Snickers-stykkin sem voru til í versluninni. Hann bætti svo um betur og borgaði einnig reikning annarra viðskiptavina sem voru staddir í búðinni og eyddi alls um 120 þúsund krónum.

Í færslu á Instagram-síðu sinni segist Johnson enn eiga eftir að bæta fyrir nokkur skammarstrik úr æsku sinni en honum var greinilega létt eftir að hafa gert upp Snickers-skuldina.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Dwayne Johnson (@therock)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram