Í nýjasta pistlinum vekur hún athygli á andlegri heilsu karlmanna.
„Karlmenn eru þrisvar sinnum líklegri en konur að taka eigið líf en skv. CDC eru 80% sjálfsvíga af hendi karlmanna. Í Bretlandi eru karlmenn á aldrinum 40-49 ára með hæstu sjálfsvígstíðni sem er akkúrat tíminn sem öll kyn upplifa mikla streitu í lífinu með auknum kröfum. Karlmenn eru þrisvar sinnum líklegri en konur til að verða fíkn í áfengi og eiturlyf að bráð. 75% af þeim sem týnast eða hverfa eru karlmenn,“ segir hún og bætir við:
„40% karlmanna tala ALDREI við neinn um tilfinningar, ströggl og erfiðleika. Þeir eru mun ólíklegri til að leita aðstoðar fagaðila fyrir sálræna erfiðleika.“
Ragga segir að eitthvað þurfi að gera. „Við þurfum að hvetja menn til að sýna og segja frá tilfinningum sínum. Við þurfum að veita þeim öruggt rými til að opna sig um hvernig þeim líður. Við þurfum að passa að verða ekki vandræðaleg þegar þeir opna sig. Við þurfum að bregðast vel við þegar þeir biðja um hjálp. Við þurfum að vera til staðar þegar þeir þurfa stuðning. Við þurfum að lána öxl og faðmlag þegar þeir gráta. Við þurfum að normalísera að leita sér faglegrar aðstoðar,“ segir hún.
„Nóvember er tileinkaður heilsu karlmanna og beinist kastljósið að andlegri heilsu þeirra.
Í gegnum tíðina hafa karlmenn þurft að kyngja tárunum og troða öllum tilfinningunum lengst ofan í kjallara… lok lok og læs og allt í stáli.
Samfélagið segir þeim að girða sig bara í brók og vera ekki svona mikil kelling.
„Hva… ætlarðu að grenja yfir þessu??“
„Ertu með pung eða píku?“
Karlmaður sem grætur er því miður ennþá á skjön við félagslega samþykkt norm.
En pabbar geta grátið…. eins og SSSÓL hefur minnt okkur á í gegnum tíðina.
Karlmenn eru þrisvar sinnum líklegri en konur að taka eigið líf en skv. CDC eru 80% sjálfsvíga af hendi karlmanna.
Í Bretlandi eru karlmenn á aldrinum 40-49 ára með hæstu sjálfsvígstíðni sem er akkúrat tíminn sem öll kyn upplifa mikla streitu í lífinu með auknum kröfum.
Karlmenn eru þrisvar sinnum líklegri en konur til að verða fíkn í áfengi og eiturlyf að bráð.
75% af þeim sem týnast eða hverfa eru karlmenn.
40% karlmanna tala ALDREI við neinn um tilfinningar, ströggl og erfiðleika.
Þeir eru mun ólíklegri til að leita aðstoðar fagaðila fyrir sálræna erfiðleika.
„Já maður….. kjellinn er bara góður“ er sagt á hátíðninni.
En á meðan er sálin ein stór brunarúst.
Því bakpokinn er fullur af fyrri áföllum.
Einelti í æsku. Útilokun vinahóps. Höfnun foreldris. Gaslýsingar. Ofbeldi. Fátækt.
En aldrei unnið úr afleiðingunum sem birtast í meðvirkni, manneskjugeðjun, reiði, kvíða, óöryggi, depurð, lágu sjálfsmati, langvarandi streitu og ofurárvöku taugakerfi.
Tilfinningar eru upplýsingar frá líkamanum.
Upplýsingar sem við bregðumst við á einhvern hátt.
Grátur er losun.
Losun á tilfinningum. Sorg. Reiði. Pirringi.
Losun á streituhormónunum kortisóli og adrenalíni.
En fyrst og fremst losun á spennu.
Að sýna og segja frá tilfinningum og losa um margra mánaða innri streitu og spennu er ekki merki um veiklyndi, sjónarspil eða aumingjaskap.
Þvert á móti er það merki um hugrekki, styrk og sjálfstraust.
Hugrekki, dug og þor… hefur það ekki einmitt þótt “karlmennskutákn” í gegnum tíðina?
Að bæla niður tilfinningaviðbrögð og að viðhalda yfirborðskenndri tilfinningastjórnun með að kyngja tilfinningum rænir þig tækifærinu að upplifa að fullu hamingjuna og gleðina og tengjast augnablikinu.
Að fella tár, tala um tilfinningar og sýna vanlíðan er því merki um karlmennsku.
Við þurfum að hvetja menn til að sýna og segja frá tilfinningum sínum.
Við þurfum að veita þeim öruggt rými til að opna sig um hvernig þeim líður.
Við þurfum að passa að verða ekki vandræðaleg þegar þeir opna sig.
Við þurfum að bregðast vel við þegar þeir biðja um hjálp.
Við þurfum að vera til staðar þegar þeir þurfa stuðning.
Við þurfum að lána öxl og faðmlag þegar þeir gráta.
Við þurfum að normalísera að leita sér faglegrar aðstoðar.
Það er rosa kúl og töff að vera helmassaköttaður og lyfta rosa þungt.
Gerum það líka rosa kúl og töff að sýna tilfinningar, vera viðkvæmur, gráta og berskjalda sig.“