fbpx
Sunnudagur 29.janúar 2023
Fókus

Salka Sól fékk undarlegt símtal frá aðstoðarmanni ráðherra síðustu helgi

Fókus
Þriðjudaginn 29. nóvember 2022 13:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Salka Sól Eyfeld greinir frá því á Facebook að hún hafi um síðustu helgi fengið mögulega undarlegasta símtal sem hún hafi fengið.

Símtalið umrædda var frá aðstoðarmanni utanríkisráðherra og var erindið að biðja Sölku um að redda gjöf handa forseta Úkraínu, en Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er nú stödd í Kænugarði.

Salka skrifar:

„Fékk mögulega undarlegasta símtal sem ég hef fengið frá aðstoðarmanni ráðherra síðustu helgi. Ég var beðin um að prjóna íslenska lopapeysu fyrir forseta Úkraínu sem honum yrði færð sem gjöf frá utanríkisráðherra. Það er ekki hægt að segja nei við svona bón.“

Svo Salka fékk Sjöfn Kristjánsdóttur prjónasnilling með sér í lið og gerðu þær gott um betur og prjónuðu tvær lopapeysur á fimm dögum, að sögn Sölku með góðri aðstoð frá Eygló Gísladóttur.

Zelensky fékk svo peysurnar í gær en því miður náðist ekki að taka mynd af honum en vonandi sjáum við hann bregða fyrir í íslenskri lopapeysu en mest vonum við auðvitað að þessu stríði fari að ljúka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Britney Spears segir að nú hafi aðdáendur hennar gengið of langt

Britney Spears segir að nú hafi aðdáendur hennar gengið of langt
Fókus
Í gær

Kristín Sif brotnaði niður í beinni – Fitnessfjölskyldan stendur við bakið á Hrönn

Kristín Sif brotnaði niður í beinni – Fitnessfjölskyldan stendur við bakið á Hrönn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Setti allt á hliðina með myndbandi sem sýndi „krípí“ gaur í ræktinni – Var tekin á teppið og biðst nú afsökunar

Setti allt á hliðina með myndbandi sem sýndi „krípí“ gaur í ræktinni – Var tekin á teppið og biðst nú afsökunar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Netverjar hrauna yfir matreiðslutakta Beckham – „Hvað næst, kjúklinganaggar?“

Netverjar hrauna yfir matreiðslutakta Beckham – „Hvað næst, kjúklinganaggar?“