fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Svona reynir sjónvarpslæknirinn að minnka líkurnar á að hann fái krabbamein

Fókus
Laugardaginn 26. nóvember 2022 17:30

Hvarf breska læknisins Michael Mosley á grísku eyjunni Symi vakti mikla athygli fyrr í mánuðinum. Hann fannst látinn eftir umfangsmikla leit.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt opinberum tölum mun helmingur fólks þurfa að kljást við einhverja tegund krabbameins. Eðli málsins samkvæmt snertir sjúkdómurinn því líf okkar allra og fáar uppfinningar yrðu eins kærkomnar fyrir mannkynið og lækningin gegn krabbameini.

Sjónvarpslæknirinn vinsæli Michael Mosley greinir frá því í pistli á Daily Mail að hann sé í áhættuhópi fyrir sjúkdóminum. Faðir hans greindist með ristilkrabbamein á svipuðum aldrei og Mosley er núna og því fer hann reglulega í skimanir fyrir sjúkdóminum.

72% ólíklegri til að þróa með sér krabbamein

En Mosley gerir meira en það og greinir frá því að hann reyni með heilbrigðum lífstíl að minnka líkurnar á því að líkami hans þrói með sér krabbamein. Það geri hann með því að stunda lotuþjálfun (e. Hiit – High intensity interval training) sem og að borða heilsusamlegt kolvetnalágt fæði.

Hann segir að nýjustu rannsóknir sýni fram á það að báðar aðferðirnar minnki líkurnar á krabbameini en ástæðan er sú að draga úr magni glúkosa í blóði sem er einskonar bensín krabbameinsfruma. Það að halda glúkósa í blóðinu í skefjum geri það að verkum að krabbameinsfrumurnar eigi erfiðara með að dreifa sér.

Mosley segir að lyf séu í þróun til að hjálpa við þetta en fram að því er þetta eitthvað sem allir geta byrjað að gera, sérstaklega þeir sem eru í áhættuhópum.

Mosley segir að það séu ekki ný vitneskja að hreyfing dragi úr líkum á krabbameini en ný ísraelsk rannsókn staðfesti virkni lotuþjálfunar. Heilsufarsupplýsingar frá 3.000 þátttakendum yfir 20 ára tímabili sýni að þeir sem stunda lotuþjálfun eru 72% ólíklegri til að þróa með sér krabbamein sem dreifst geti um líkamann.

Öll hreyfing gerir gagn

Þá var gerð rannsókn á músum sem sýktar voru með krabbameini. Aukin hreyfing gerði það að verkum að upptaka glúkósa jókst í líkama þeirra og það þýddi að krabbameinsfrumur geta ekki nýtt sér orkuna til að dafna og dreifa sér.

Lotuþjálfun snýst um, eins og nafnið gefur til kynna, að taka stuttar skorpur af kraftmikilli hreyfingu með stuttum pásum á milli. Mosley segir að þeir sem treysti sér ekki til þess þurfi þó ekki að örvænta, öll hreyfing – jafnvel kraftmiklir göngutúrar geri sitt gagn auk þess að passa upp á þyngdina.

Líkamsþyngdin skiptir nefnilega máli eins og rannsóknir hafa sýnt fram á að sögn Mosley. Sænsk rannsókn hafi sýnt fram á að þátttakendur sem náðu að létta sig og draga úr blóðsykrinum voru 60 prósent ólíklegri til að þróa með sér krabbamein en þeir sem gerðu slíkt ekki.

Þá minnist Mosley á ketó-mataræðið og að umdeilt sé hvort að það dragi úr líkum á krabbameini. Vissulega lækkar það glúkósa í blóði fólks en á móti minnkar neyslan á matvöru sem einnig gæti haft áhrif á myndun krabbameins, meðal annars heilhveiti, ávexti og grænmeti.

Mosley ráðleggur fólki sem greinist með krabbamein eða er í áhættuhópi að ræða það við lækninn sinn hvort ráðlegt sé að viðkomandi reyni að stunda lotuæfingar og borða kolvetnisnautt fæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram