fbpx
Laugardagur 28.janúar 2023
Fókus

Sagan af Sólborgu og Sigurjóni, sjálfsvíg eða morð? – Sifjaspellsmálið sem markaði skáldið til lífstíðar

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 26. nóvember 2022 09:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðla hausts árið 1892 barst Benedikt Sveinssyni, sýslumanni i Þingeyjarsýslu frá 1874 til 1897, bréf frá hreppstjóra Svalbarðshrepps og varðaði það hálfsystkinin Sólborgu Salínu Jónsdóttur (1864–1893) og Sigurjón Einarsson (1869–?). 

Var það upphafið að hinu hinu svokallaða Sólborgarmáli sem  kemur fyrir í dómabókum í janúarbyrjun 1893.

Einar Ben.

Systkinin voru bæði vinnuhjú á prestssetrinu Svalbarða í Þistilfirði. Sólborg var þá 29 ára og Sigurjón 24 ára. 

Segir hreppstjóri í bréfi sínu að sá orðrómur sé í gangi í sveitinni að Sólborg hafi síðari hluta sumars fætt barn og komið því fyrir. Hefðu margir, þóst sjá þess merki, að hún væri vanfær, en síðan hefði henni horfið þykktin. 

Reiðarslag

Einn dag um haustið bar svo við, að hún lasnaðist og um sama leyti varð heimilisfólk þess vart, að henni hvarf þykktin. Þetta kom eins og reiðarslag yfir Svalbarðsheimilið og alla sveitina. 

Í ofanálag væru það tilgátur manna Sigurjón kynni að hafa verið faðir barns hálfsystur sinnar sem fætt hefði verið á laun. Þau hafi síðan fyrirfarið barninu í sameiningu. 

Einar Benediktsson, skáld, ritstjóri og embættismaður, var sonur Benedikts sýslumanns og hafði hann útskrifast sem lögfræðingur úr Hafnarháskóla það sama á. Tók hann að sér að kanna málið,

Varð Einari fljótlega ljóst að samdráttur þeirra systkina hafði lengi verið á allra vitorði, ekki aðeins á Svalbarðsheimilinu, heldur um alla sveitina.

Enginn hafði búist við því, að þau systkinin gripu til hinna verstu óyndisúrræða. Sólborg og bróðir hennar voru ákærð fyrir að hafa borið út barn sitt. 

Taldi Sólborgu fylgja sér

Sú ábyrgð lá á Einari að dæma í málinu en svo fór að annar sakborninga dó, svo að segja í höndunum á honum. Systkinin vissu vel hvað þeirra beið og tókst Sólborgu að innbyrða refaeitur og kom Einar að henni í áköfum krampagráti. Hún lést síðar um nóttina. 

Ljóst er að þessi lífsreynsla lagðist þungt á skáldið og átti hún eftir að marka líf hans. 

Að loknu Sólborgarmálinu lét Einar ferja sig yfir Þistilfjörð. Þegar kom að því að innheimta tollinn segir ferjumaðurinn í stríðni: „Ætlið þér ekki að greiða fyrir stúlkuna líka?“ 

Og án orða tók Einar upp pyngju sína og greiddi fyrir Sólborgu. Hann varð aldrei samur maður eftir  sem meðal annars lýsti sér í því að myrkfælni hans magnaðist mjög við atvikið. Slík var myrkfælni Einars að hann gat aldrei verið einn eftir að rökkva tók og taldi Sólborgu fylgja sér og ásækja sig í svefni. 

Þann 4. mars 1893 var Sigurjón dæmdur til tíu ára betrunarhússvistar. 

Lést á dánardegi Sólborgar

Því miður var það ekkert einsdæmi að nýfædd börn væru borin út fyrr á öldum, ekki síst ef um ógiftar og fátækar mæður var að ræða. En grimm örlög hálfsystkinana Sólborgar og Sigurjóns, á Svalbarði í Þistilfirði undir lok 19. aldar hafa orðið þjóðinni sérstaklega drjúgt umræðuefni í gegnum tíðina, vegna þáttar skáldsins ástsælla. 

Einar Benediktsson lést á dánardægri Sólborgar, 12. janúar, 47 árum síðar. 

Fjölmargir hafa gert sér mat úr málinu, svo sem Thor Vilhjálmsson í einni sinni þekktustu bók, Grámosinn glóir, auk þess sem útvarpsleikrit var gert um málið.

Morð?

Sólborgarmálið er því enn rætt og í sjónvarpsþætti Jóns Óttars Ragnarssonar, Dulda Íslandi, árið 2015, var svo gott sem fullyrt að Sólborg hafi verið drepin, en ekki að hún hafi fyrirfarið sér, eins og úrskurðað var undir lok þar síðustu aldar. Fjallað var þáttinn í Vísi það sama ár.

Í þættinum ræddi Jón Óttar við leikstjórann Egil Eðvarðsson en hann lenti í sérkennilegri reynslu í kjölfar þess að mynd hans Dómsdagur. Þetta var jólasýning Sjónvarpsins árið 1998 sagði Egilli að strax í kjölfar sýningar hafi andskotinn orðið laus, eins og þar segir. Egill greinir frá því að hann hafi fengið upphringingar strax þarna annan í jólum, það urðu vinslit og málsmetandi menn skrifuðu í blöðin; prófessorar, prestar og ættingjar.

„Allir voru á sama máli: Þetta væri mér og stofnuninni til skammar,“ segir Egill í þættinum.

Þetta er líkast til eina jólamyndin sem Sjónvarpið sýndi, sem ekki var tekin til endursýninga og segir Egill að valdamiklir menn hafi bankað upp hjá útvarpsstjóra og hreinlega komið í veg fyrir það, eins og segir í grein Vísis.

Þetta gengur illa upp

Í Þistilfirði hitt Jón Óttar fyrir bóndann Eirík Kristjánsson sem sagði  hvernig hann heyrði söguna sem krakki og alla tíð. Það er að prestur hafi barnað Sólborgu, barnið hafi horfið og Sigurjón hálfbróðir Sólborgar tekið á sig að játa á sig sifjaspell. Prestuinn hafi verið í vinfengi við Einar Ben sem fékk í kjölfarið þrjár jarðir.  Langafi Eiríks tengdist svo málinu með þeim hætti að hann faldi jarðirnar þrjár.

Í umfjöllun Vísi um þáttinn segir Eiríkur: „Pabbi var í vandræðum sjálfur því fortíð hans var tengd þessu máli, afi hans var óbeint samsekur, vorið eftir að Sólborg var drepin, tekur að sér að fela málið fyrir Einar Ben.“

Og síðar segir Eiríkur:„Þetta gengur illa upp, sýslumaður nýkominn úr skóla skuli hafa eignast þrjár jarðir. Afi minn, Guðmundur Þorvaldsson, sem var hreppstjóri, tekur að sér að fela glæpinn og fela jarðirnar fyrir Einar, og þóttist eiga jarðirnar sjálfur.“

Í lok umfjöllunar sinnar segir Jón Óttar: „Hvoru tveggja styrkir þann grun ýmissa að fleiri glæpamál fyrr á öldum, þegar hagsmunir alþýðu voru oftar en ekki fótum troðnir, verðskuldi nýja skoðun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Britney Spears segir að nú hafi aðdáendur hennar gengið of langt

Britney Spears segir að nú hafi aðdáendur hennar gengið of langt
Fókus
Í gær

Kristín Sif brotnaði niður í beinni – Fitnessfjölskyldan stendur við bakið á Hrönn

Kristín Sif brotnaði niður í beinni – Fitnessfjölskyldan stendur við bakið á Hrönn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Setti allt á hliðina með myndbandi sem sýndi „krípí“ gaur í ræktinni – Var tekin á teppið og biðst nú afsökunar

Setti allt á hliðina með myndbandi sem sýndi „krípí“ gaur í ræktinni – Var tekin á teppið og biðst nú afsökunar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Netverjar hrauna yfir matreiðslutakta Beckham – „Hvað næst, kjúklinganaggar?“

Netverjar hrauna yfir matreiðslutakta Beckham – „Hvað næst, kjúklinganaggar?“