fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Fókus

Kominn með nóg af orgíum og partýstandi

Fókus
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 21:56

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður sem skrifar til sambandsráðgjafa Daily Star segist ekki vera ánægður með það hvernig samband hans og kærustu sinnar er búið að þróast. Hann segir að þau drekki of mikið áfengi og sofi of mikið með öðru fólki.

„Suma morgna vakna ég og á erfitt með að þekkja sjálfan mig í speglinum. Við þurfum að slaka á og breyta þessu en það er auðveldara að segja það en að gera það,“ segir maðurinn. „Við erum þekkt sem „skemmtilega parið“ og annað nautnafullt fólk hefur gaman að því að vera með okkur.“

Þá segir maðurinn að vinir þeirra beggja og nokkrir nágrannar taki þátt í orgíunum en að hann og kærastan fái aldrei að slaka á. Hann segir að það sé alltaf partýstand í íbúðinni þeirra og að líf þeirra sé í rugli. „Fólk er alltaf að koma. Drykkirnir flæða, fötinn falla af okkur og áður en við vitum af því erum við komin í enn aðra orgíuna.“

Maðurinn segir að áður hafi hann verið ósköp venjulegur maður og að hann sé ekki að ráða við lífið sitt í þessum aðstæðum. „Ég skil ekki hvernig lífið mitt varð að lifandi martröð,“ segir hann og bætir því við að kærastan hans sé með meiri stjórn á þessu en hann sjálfur.

„Hún nær að standa sig í erfiðu fullu starfi en ég er að brotna niður. Yfirmaðurinn minn er alltaf að sjá mig leggja mig og ég er oft seinn eða veikur. Nýlega var ég á miðjum starfsmannafundi þegar ég mundi skyndilega eftir nóttinni á undan. Ég mundi eftir kærustunni minni að stunda kynlíf með nágrannanum okkar í partýi. Mér leið líkamlega illa og ég fór út til að fá mér ferskt loft.“

Maðurinn segist hafa talað við kærustuna sína um þetta atvik og að hún hafi þá sagt að hún sé ekki einu sinni hrifin af nágrannanum. „Henni fannst eins og hún þyrfti að hella í sig og vera nakin með honum því það er það sem við gerum alltaf,“ segir hann og spyr sambandsráðgjafann hvað þau eigi að gera.

„Gerðu það sem þér finnst vera rétt“

Sambandsráðgjafinn segir manninum að þau geti hætt þessu hvenær sem þau vilja. „Segðu makanum þínum að þér finnist þetta ekki lengur skemmtilegt,“ segir hún. „Of mikil drykkja, partýstand og kynlífið er að gera þig veikan.“

Þá segir sambandsráðgjafinn að sú staðreynd að maðurinn sé ekki að standa sig í vinnunni sé slæm. „Þú þarft á vinnunni að halda til að borga reikninga og lifa af. Þú getur ekki leyft öðru fólki að stjórna lífinu ykkar,“ segir hún.

„Ég er viss um að fullt af fólki finnist gaman að koma skyndilega heim til ykkar í svona partý en svona mikil drykkja og kynlíf er ekki eitthvað sem getur enst að eilífu.“

Sambandsráðgjafinn segir að maðurinn þurfi að tala við kærustuna sína þegar þau eru bæði edrú. „Segðu henni að þú getir ekki haldið þessu áfram og að þú viljir það ekki. Hvað sem gerist þá þarftu að vera sterkur og standa með sjálfum þér. Gerðu það sem þér finnst vera rétt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fækkuðu fötum til að hjálpa konu í bænum

Fækkuðu fötum til að hjálpa konu í bænum
Fókus
Í gær

Sigga Dögg óskar nú eftir typpamyndum

Sigga Dögg óskar nú eftir typpamyndum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristján Einar sakaður um lygar – „Hvað sem þjóðin vill kalla það… Athyglissýki?“

Kristján Einar sakaður um lygar – „Hvað sem þjóðin vill kalla það… Athyglissýki?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Skál fyrir desember“

Vikan á Instagram – „Skál fyrir desember“