fbpx
Sunnudagur 05.febrúar 2023
Fókus

Kveikti í húsi kærastans til að hefna fyrir ímyndað framhjáhald

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 23. nóvember 2022 16:02

Til vinstri: Senaida Marie Soto - Til hægri: Skjáskot úr myndbandinu sem hún tók.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Senaida Marie Soto, 23 ára gömul kona frá Texas í Bandaríkjunum, var handtekin á dögunum en hún er grunuð um að hafa kveikt í húsi kærasta síns þegar hún var í bræðiskasti. Soto er sögð hafa orðið brjáluð er kona svaraði henni þegar hún hringdi í kærastann sinn, var Soto þá sannfærð um að hann væri að halda framhjá henni.

Soto hafði því kveikt í húsinu til að hefna framhjáhaldsins en síðar kom í ljós að ekki var um neitt framhjáhald að ræða. Konan sem hafði svarað í síma kærastans var ekki að rugla saman reitum með honum þar sem hún er ættingi hans.

Í yfirlýsingu frá skýrslu fógetans í Bexar, sýslunni sem þau búa í, kemur fram að Soto hafi kveikt í sófa í stofu kærastans síns. „Á meðan hún kveikti í húsinu tók hún upp myndband og í því sást að hún kveikti í sófanum, eldurinn dreifði sér svo og olli því að húsið varð alelda,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir einnig að kostnaðurinn við skemmdirnar sem urðu vegna vegna eldsins séu um 50 þúsund dalir, það jafngildir um 7 milljónum í íslenskum krónum.

Soto er þá einnig sögð hafa sent kærastanum sínum skilaboð á meðan húsið brann. „Ég vona að það sé í lagi með húsið þitt,“ er hún sögð hafa sagt í skilaboðunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Breskur gæðaleikari bætist í hóp Íslandsvina – Heillaður af náttúru landsins

Breskur gæðaleikari bætist í hóp Íslandsvina – Heillaður af náttúru landsins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hönnuður stjarnanna sætir harðri gagnrýni fyrir nýja auglýsingarherferð

Hönnuður stjarnanna sætir harðri gagnrýni fyrir nýja auglýsingarherferð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Napóleónsskjölin seld til Frakklands, Spánar og Japan

Napóleónsskjölin seld til Frakklands, Spánar og Japan
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingó Veðurguð gefur út nýtt lag

Ingó Veðurguð gefur út nýtt lag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Akureyringar skóla borgarstjórn Reykjavíkur til í snjómokstri

Akureyringar skóla borgarstjórn Reykjavíkur til í snjómokstri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Átti í leynilegu ástarsambandi við heimsþekkta kvikmyndastjörnu

Átti í leynilegu ástarsambandi við heimsþekkta kvikmyndastjörnu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Camilla Rut flutt úr einbýlishúsinu í litla sæta íbúð – „Þetta tókst“

Camilla Rut flutt úr einbýlishúsinu í litla sæta íbúð – „Þetta tókst“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opnar sig um „erfitt“ fósturlát Demi Moore og skilnaðinn

Opnar sig um „erfitt“ fósturlát Demi Moore og skilnaðinn