fbpx
Mánudagur 05.desember 2022
Fókus

Tíðarvöruframleiðendur bregða á leik á Twitter

Fókus
Þriðjudaginn 22. nóvember 2022 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíðarvöruframleiðandinn Tampax ákvað að bregða á leik á Twitter í tilefni af sögusögnum um að endalok miðilsins séu væntanleg eftir að auðkýfingurinn Elon Musk tók þar við völdum.

Tístu þau í gær: „Þú ert í innhólfinu þeirra en við erum inni í þeim. Við erum ekki eins.“

Er þar vísað til þess að stundum er talað um að karlmenn læði sér í innhólf skilaboða á samfélagsmiðlum kvenna til að reyna við þær. Tampax, sem framleiðir túrtappa, lék sér þarna að þeirri staðreynd að túrtappar fara inn í konur og leghafa, frekar en að þurfa að fara í innhólf skilaboðanna.

Deildi Tampax svo tístinu aftur með viðbættum textanum: „Neitum að leyfa Twitter að slokkna fyrr en við deildum þessu tísti.“

Þá sá systurfyrirtæki Tampax sér leik á borði og svaraði tíðarbindaframleiðandinn Always tístinu með: „Hversu lengi hafið þið sparað þennan brandara?“

Tampax var ekki lengi að svara: „Síðan á síðasta túr (e. period)“ en enska orðið period getur bæði þýtt túrblæðingar eða tímabil svo þarna var skemmtilegur orðaleikur á ferðinni. Spurningin á allra vörum er þó hvort að Alway hafi þarna verið að hjálpa fyrirtæki innan sömu samstæðu með því að gefa þeim færi á þessu orðagríni. En maður getur víst ekkert fullyrt um slíkt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eyfi flutti Daga á Hringbraut í gær, sjáið flutninginn

Eyfi flutti Daga á Hringbraut í gær, sjáið flutninginn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ritstjórinn með atlögu að Íslandsmeti í ólesnum tölvupóstum

Ritstjórinn með atlögu að Íslandsmeti í ólesnum tölvupóstum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Kanye er alveg genginn af göflunum“

„Kanye er alveg genginn af göflunum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Paralympic-dagurinn 2022 – Kynning á íþróttaiðkun fatlaðra

Paralympic-dagurinn 2022 – Kynning á íþróttaiðkun fatlaðra
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Þetta er pínu að ögra fólki en það er aldrei markmiðið, heldur að vera með eins hreinskilna og einlæga umfjöllun og hægt er og þora að fara þangað“

„Þetta er pínu að ögra fólki en það er aldrei markmiðið, heldur að vera með eins hreinskilna og einlæga umfjöllun og hægt er og þora að fara þangað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingibjörg ólst up við sárafátækt hjá fordómafullum föður sem neitaði að biðja um hjálp

Ingibjörg ólst up við sárafátækt hjá fordómafullum föður sem neitaði að biðja um hjálp