fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Fókus

Svona áttu að tala við makann þinn um blæti og kynlíf

Fókus
Þriðjudaginn 22. nóvember 2022 17:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvort sem ástarsambandið er til margra ára eða nýbyrjað þá getur verið vandræðalegt og erfitt að eiga samtal við maka um blæti (e. kink). Kynlífs- og sambandsráðgjafinn Jessica Alderton útskýrir í samtali við Metro hvernig hægt er að gera þessi samtöl auðveldari.

Jessica segir að fólk skammist sín og hræðist það að opna sig um blætin sín vegna ótta um möguleg viðbrögð makans. Þá segir hún skömmina eiga sér rætur í þörfinni að vera samþykkt af öðrum. „Við þráum það að fólk lýti á okkur sem gott fólk, það helst í hendur við það að við högum okkur eftir stöðlum samfélagsins,“ segir hún.

„Blæti er ekki eitthvað sem fólk talar um í almenningi, svo þegar það kemur að því að tala um þau með mökunum okkar getur okkur liðið eins og við séum öðruvísi, að það sem við viljum sé ekki samþykkt af samfélaginu.“

Jessica segir að það að vera opin með blætin sín geri pörum kleift að tala saman um það sem þau vilja bæði. Það geti hjálpað þeim að koma í veg fyrir misskilninga eða óvelkomnar uppákomur síðar í sambandinu. Hún segir að þegar ræða á um blæti sé mikilvægt að fólk virði mörk maka sinna, gefi þeim dæmi og fari rólega í það.

Ef makinn er svo ekki til í blætið þá sé það í fínu lagi, mikilvægt er að fólk sé ekki neytt í að gera eitthvað sem þeim finnst óþægilegt. Jessica bendir á að hægt sé að reyna að finna gullna meðalveginn en það þurfi að gerast án allrar pressu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Edda Falak og Þórdís Elva senda hlýjar kveðjur sín á milli – „Takk fyrir allt sem þú gerir“

Edda Falak og Þórdís Elva senda hlýjar kveðjur sín á milli – „Takk fyrir allt sem þú gerir“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristján Einar sakaður um lygar – „Hvað sem þjóðin vill kalla það… Athyglissýki?“

Kristján Einar sakaður um lygar – „Hvað sem þjóðin vill kalla það… Athyglissýki?“