fbpx
Mánudagur 05.desember 2022
Fókus

Meghan sögð svo málglöð að viðmælendur hennar komist vart að

Fókus
Mánudaginn 21. nóvember 2022 20:42

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski miðillinn The Sun verður seint kallaður aðdáandi hertogaynjunnar Meghan Markle. Í nýrri frétt hafði miðillinn greint hversu mikið Meghan talar í hlaðvarpsþáttum sínum Archetypes og komst að þeirri niðurstöðu að hún tali mun meira heldur en þeir aðilar sem hún er að taka viðtöl við. Í sjö þáttum af tíu hafi hún talað meira heldur en gestir hennar.

Í fyrsta þættinum er Meghan sögð hafa talað nærri tvöfalt meira en viðmælandi hennar, tennisstjarnan Serena Williams eða alls í 30 mínútur og sex sekúndur á meðan Serena talaði í 17 mínútur og 12 sekúndur.

Í þætti átta hafi Meghan talað alls í 26 mínútur og eina sekúndu á meðan einn þriggja gesta hennar, forsetafrú Kanada Sophie Trudeau talaði í tvær mínútur og níu sekúndur.

Í þætti fimm hafi Meghan talað í 24 mínútur og 16 sekúndur.

The Sun nefnir að þrátt fyrir að þættirnir eigi að snúast um að berjast gegn þeim stimplum sem halda aftur að konum hafi Meghan minnst 11 sinnum á eiginmann sinn, Harry Bretaprins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kleini um núverandi kærasta Svölu – „Hver í fokkanum er það?“

Kleini um núverandi kærasta Svölu – „Hver í fokkanum er það?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

10 spurningar sem þú ættir að geta svarað um maka þinn

10 spurningar sem þú ættir að geta svarað um maka þinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Kanye er alveg genginn af göflunum“

„Kanye er alveg genginn af göflunum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Paralympic-dagurinn 2022 – Kynning á íþróttaiðkun fatlaðra

Paralympic-dagurinn 2022 – Kynning á íþróttaiðkun fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mannabörn“ fá minna á broddinn

„Mannabörn“ fá minna á broddinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ari Eldjárn og Linda hætt saman

Ari Eldjárn og Linda hætt saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigrún svarar Hrafnhildi – „Það að „stimpla“ aðra manneskju opinberlega […] telst einnig vera ofbeldi og opinber niðurlæging“

Sigrún svarar Hrafnhildi – „Það að „stimpla“ aðra manneskju opinberlega […] telst einnig vera ofbeldi og opinber niðurlæging“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Christine McVie, söngvari Fleetwood Mac, látin

Christine McVie, söngvari Fleetwood Mac, látin