fbpx
Mánudagur 05.desember 2022
Fókus

Enn flækjast mál hjá kóngafólki – Fékk elskhugann sem saug tásurnar til að hugga eiginmanninn fyrrverandi

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 20. nóvember 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sarah Ferguson, fyrrverandi eiginkona Andrésar prins, fékk fyrrum elskhuga sinn, Bandaríkjamanninn John Bryan, til að hugga prinsinn eftir viðtalið sem kallað hefur verið það versta í sögu sjónvarps. Er það sá hinn sami og náðist á ljósmynd sjúga tærnar á hertogaynjunni árið 1992 eins og frægt er orðið. Sá skandall allur er meðal annars í nýjustu seríu The Crown. 

Staðfesti Bryan þetta í viðtali við The Sun í dag. 

Viðtalinu hefur verið lýst sem ,,stórslysi“

Andrés prins taldi rétt á að fara í viðtal árið 2010 til að skýra samband sitt við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. Sór hann þar af sér öll brot og kveðst aldrei hafa hitt Virginia Giuffre sem hann síðar greiddi stórfé til stöðva málaferli hennar gagnvart prinsinum vegna misnotkunar. 

Viðtalinu hefur verið lýst sem stórslysi. Prinsinn var hrokafullur, átti erfitt með svör og hreinlega iðaði af óþægindum undan spurningum fréttamanns. Svo að segja allir ráðgjafar prinsins höfðu sagt honum það afleit hugmynd af fara í viðtal en Andrés taldi sig vita betur. En svo var ekki.

Fjármálaráðgjafinn er frægastur fyrir tásogið sem batt enda á hjónaband hertogahjónanna.

Það má teljast sérkennilegt að elskhuginn fyrrverandi hafi verið kallaður til að hugga eiginmanninn fyrrverandi en Sarah taldi engann betur hæfan í að móta áætlun til bjargar áliti almennings á prinsinum. Andrés og Sara hafa alltaf verið afar náin og oft talið líklegt að þau muni á einhverjum tímapunkti gifta sig aftur. 

,,Hún grátbað mig að koma. Hún var frá sér af örvæntingu, þau voru það bæði,” segir Bryan. ,,Andrés var reyndar alveg brjálaður og á mjög vondum stað. Honum fannst illa farið með sig og ég er reyndar alveg sammála. Ég trúi honum, hann var bara með konum á þrítugsaldri þegar ég var með Fergie. Hún hefði vitað ef eitthvað vafasamt hefði verið á seyði.” 

Ljósmyndin fræga.

Bryan segist hafa gefið Andrési ráð sem prinsinn hafi á endanum ekki fylgt en þess í stað kosið að láta ,,sogast inn í kerfið sem hefði svo oft brugðist honum.” Á Bryan þar við konungsfjölskylduna. 

Það virðist þó ekki hafa gengið því Karl kóngur hefur lýst yfir að Andrés eigi aldrei afturkvæmt sem virkur og sjáanlegur meðlimur konungsfjölskyldunnar. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kleini um núverandi kærasta Svölu – „Hver í fokkanum er það?“

Kleini um núverandi kærasta Svölu – „Hver í fokkanum er það?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

10 spurningar sem þú ættir að geta svarað um maka þinn

10 spurningar sem þú ættir að geta svarað um maka þinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Kanye er alveg genginn af göflunum“

„Kanye er alveg genginn af göflunum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Paralympic-dagurinn 2022 – Kynning á íþróttaiðkun fatlaðra

Paralympic-dagurinn 2022 – Kynning á íþróttaiðkun fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mannabörn“ fá minna á broddinn

„Mannabörn“ fá minna á broddinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ari Eldjárn og Linda hætt saman

Ari Eldjárn og Linda hætt saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigrún svarar Hrafnhildi – „Það að „stimpla“ aðra manneskju opinberlega […] telst einnig vera ofbeldi og opinber niðurlæging“

Sigrún svarar Hrafnhildi – „Það að „stimpla“ aðra manneskju opinberlega […] telst einnig vera ofbeldi og opinber niðurlæging“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Christine McVie, söngvari Fleetwood Mac, látin

Christine McVie, söngvari Fleetwood Mac, látin