fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Fókus

Lítið fjör í svefnherbergi stórstjörnunnar – „Ég man ekki hvenær við fórum síðast saman í háttinn“

Fókus
Föstudaginn 18. nóvember 2022 19:30

Robbie og Ayda á góðri stund

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ayda Field, eiginkona Robbie Williams, segir að samlífi þeirra hjóna sé algjörlega dautt og kennir barneignum og háværum hrotum tónlistarmannsins um.

Frá þessu sagði Field í opinskáu viðtali við The Sun. Sagði hún í gríni að heppilegra væri að þau svæfu bara í sitthvoru herbergin og notuðu frekar hjónarúmið sem borðtennisborð.

„Ég man ekki hvenær við fórum síðast saman í háttinn,“ sagði Field en hún og Williams gengu í hjónaband árið 2010.

Hún sagði ennfremur að áður fyrr hafi ástarlíf þeirra verið fjörugt en fjögur börn og nýtilkomnar hrotur Williams hefðu gengið frá því. „Hann hraut ekki áður fyrr. Ég sparka stundum í hann á nóttunni og þá hættir hann í smá stund en svo hefst þetta aftur,“ segir Field.

Svefn sé henni afar mikilvægur og því hafi vinkonur hennar ráðlagt henni að sofa í öðru herbergi. Það vilji Field þó forðast í lengstu lög. „Þá værum við bara eins og bróðir og systir,“ segir Field sem greinilega elur von í brjósti um að neistinn milli þeirra hjóna fari að glæðast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt