fbpx
Mánudagur 28.nóvember 2022
Fókus

Elon Musk vill að milljónamæringar eignist fleiri börn til að bjarga heiminum – Telur ríkt fólk greindara

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Föstudaginn 18. nóvember 2022 19:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elon Musk er ríkasti maður í heimi. Hann hefur verið afar umdeildur í gegnum tíðina og hefur ítrekað látið hafa eftir ummæli sem hafa fari misjafnlega vel í fólk.

Og er þá vægt til orða tekið.

Ekki nóg fólk

Musk er oft lýst sem sérvitringi sem kastar fram sjálfsprottnum og umdeildum yfirlýsingum, þvert á aðra milljarðamæringa sem kjósa að láta fara lítið fyrir sér til að snúa ekki almenningi gegn fyrirtækjum sínum.

Eitt af því sem Musk hefur hamrað á nýlega er þörfin á að fólk eignist fleiri börn. Það er að segja ríkt fólk.

Sú skoðun gengur þvert á móti því sem flestir fræðimenn predika, sem er að tilvera okkar í hættu vegna mannfjölgunar.

,,Það er ekki nóg fólk í heiminum, ég get ekki lagt nógu ríka áherslu á að við verðum að eignast fleiri börn.”

Ríkidæmi beintengt greind

Náinn samstarfsmaður margmilljarðamæringsins segir að ákveðna hugmyndafræði að baki þessum yfirlýsingum Musk.

,,Hann telur að ríkidæmi sé í beinu samhengi við greindarvísitölu og því sé bráðnauðsynlegt að ríkt fólk fjölgi sér. Musk er óhræddur við að hvetja ríka vini sína til að eignast sem flest börn þvi annars muni siðmenningu okkar hnigna.”

Musk segist vilja ganga á eftir með góðu fordæmi og á hvorki meira né minna en tíu börn að því talið er.

Fæstir virðast þó vissir um nákvæma tölu barna milljarðamæringsins né fjölda barnsmæðra.

Musk mun vera ákafur fylgismaður kenninga Nick Bostrom, sænsk heimspekings sem hefur lýst yfir áhyggjum af því að minnkandi frjósemi meðal „vitsmunalega hæfileikaríkra einstaklinga“ getiðleitt til falls „háþróaðs siðmenntaðs samfélags.“

Bostrom er afar umdeildur og hafa gagnrýnendur bent á að í raun sé hann að segja að fólk í ríkum löndum skipti meira máli en íbúar vanþróaðri ríkja.

Musk hefur ekki sagt það beint út að sumir einstaklingar séu æskilegri en aðrir en segir að þróun siðmenningar sé lykilatriði.

Heimurinn þurfi einstaklinga sem hafi greint og getu til að nýta sér tækni framtíðarinnar ellegar muni mannkynið tortíma sér.

Vísar í bíómynd

Musk mun meira að segja bent á hættuna að heimurinn verði eins og í kvikmyndinni Idiocracy þar sem fremur einfaldur einstaklingur er svæfður í tilraun á vegum hersins. Sá vaknar 500 árum síðar og er greindasti maður heims þar sem aðeins hinir heimsku og vanhæfu hafa fjölgað sér í gegnum aldirnar.

Eðlilega hafa þessar kenningar fólk farið misjafnlega í fólk eins og víða má sjá  á samfélagsmiðlum.

Hafa margir einnig bent á að samband Musk við flest börn sín sé lítið sem ekkert og sýni hann þeim takmarkaðan áhuga.

En Elon Musk er nokk sama. Hann fer eigin leiðir og mun eflaust kasta fram fleiri bombum innan tíðar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þess vegna horfði tannlæknirinn minn svona á mig“

„Þess vegna horfði tannlæknirinn minn svona á mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán næsta hlaðvarpsdrottning landsins? – „Samskipti kynjanna, karlmenn, lýtalækningar og margt annað“

Ásdís Rán næsta hlaðvarpsdrottning landsins? – „Samskipti kynjanna, karlmenn, lýtalækningar og margt annað“