fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Edda Falak sendir frá sér bók – „Hversu margir hérna inni ætli hati mig?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 7. nóvember 2022 14:50

Edda Falak Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baráttukonan og hlaðvarpsstjórnandinn Edda Falak hefur sent frá sér bókina Það sem ég hefði viljað vita. Veröld gefur út. Í bókinni, sem er stutt og grípandi, birtast hugleiðingar Eddu um jafnréttisbaráttu, sjálfsmynd, ofbeldi, óheilbrigð sambönd, skömm, hamingjuna og margt fleira.

Í bókinni hvetur hún fólk, kannski umfram allt konur, til að þora að tjá skoðanir og upplifanir sínar og óttast ekki álit annarra. Sjálf hefur hún orðið fyrir miklu áreiti og hatrömmum árásum vegna skoðana sinna og eldfimra afhjúpana í hlaðvarpinu Eigin konur. Í bókinni eru birt skjáskot af mjög orðljótum ummælum fólks um Eddu. Edda bendir á að hluti af ástæðunni fyrir ótta fólks við álit annarra sé sú ranghugmynd margra að þau skipti meira máli í hugum annarra en þau í raun gera. Raunin sé sú að 90% af fólki sé sama um mann á meðan kannski 5% hata mann og 5% elska mann.

Edda lýsir því hvernig hún sjálf miklaði fyrir sér álit annarra á tímabili og hvernig hún náði að losna úr þeim hlekkjum. Á einum stað í bókinni segir:

„Ég hafði fyrir löngu gert mér grein fyrir því að ég átti ekki að láta aðra hafa neikvæð áhrif á mig. Ég var hins vegar ekki komin á þann stað að finnast það ekki skipta máli. Ég upplifði skoðanir þessa háværa minnihlutahóps sem viðhorf. Ég spurði sjálfa mig jafnvel úti í búð: hversu margir hérna inni ætli hati mig?“

Móðurmissir

Edda missti móður sína þegar hún var 14 ára. Hún hefði gjarnan viljað geta leitað ráða hjá móður sinni í umróti síðustu ára en móðir hennar kenndi henni engu að síður mikilvægar lexíur áður en hún kvaddi þennan heim.

Móðir Eddu greindist með krabbamein nokkrum vikum eftir að Edda fermdist árið 2005. Þremur mánuðum eftir greiningu lést hún. Edda segir að móðir hennar hafi kennt henni að taka lífinu ekki of alvarlega. Umfram allt varð hún henni fyrirmynd með því æðruleysi sem hún sýndi gagnvart örlögum sínum: „Að horfa á mömmu mína taka örlögum sínum af svona miklu æðruleysi þegar hún lá á spítala kenndi mér líklega meira en mig hefði grunað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“