fbpx
Mánudagur 05.desember 2022
Fókus

Vilhelm Neto er í „leynilegu alþjóðlegu verkefni“ og leitar að íbúð

Erla Hlynsdóttir
Miðvikudaginn 5. október 2022 19:58

Jörundur, Þorsteinn og Vilhelm í hlutverkum sínum í Bara smástund!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhelm Neto segir það hafa verið óviðjafnanlega reynslu að upplifa sína fyrstu frumsýningu á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu á dögunum þegar gamanleikurinn Bara smástund! var frumsýndur.

Hann hafði áður stokkið inn í sýninguna Emil í Kattholti en þetta var í fyrsta sinn sem hann var hluti af leikhópnum frá upphafi og þar með hluti af stórri frumsýningu.

Án þess að spilla of mikið fyrir má þó segja að Vilhelm fer með hlutverk iðnaðarmanns frá Portúgal sem þykist vera Pólverji. Ástæður þessa þykjustuleiks má síðan sjá í verkinu. Iðnaðarmaðurinn er með þykkan hreim en það sem áhorfendur átta sig líklega ekki á fyrr en síðar er að hann er alls ekki með pólskan hreim heldur portúgalskan. „Það er ótrúlega skemmtilegur hluti af þessu,“ segir Vilhelm en sjálfur er hann hálfur Portúgali og ólst þar upp þó hann hafi fæðst í Reykjavík.

Leit upp til þeirra allra

Verkið er eftir franska leikskáldið Florian Zeller og iðnaðarmaðurinn var frá upphafi skrifaður sem Portúgali sem þykist vera Pólverji. „Kannski fékk ég hlutverkið því ég er portúgalskur,“ segir Vilhelm kíminn. Hann hefur fengið afar góðar viðtökur vegna frammistöðu sinni í verkinu og þykir honum mjög vænt um það. „Það er bara yndislegt,“ segir hann.

Aðrir leikarar eru Þorsteinn Bachmann, Sólveig Arnardóttir, Jörundur Ragnarsson, Sigurður Þór Óskarsson, Sólveig Guðmundsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson.

„Þetta hefur verið æðislegt ferli. Við í leikarahópnum náum öll svo vel saman. Ég hef litið upp til allra þessara leikara og það er gaman að fá síðan að vinna með þeim á sviði,“ segir Vilhelm. Hann ber Borgarleikshúsinu líka einkar vel söguna og vonast til að vera ráðin þar inn til lengri tíma: „Það væri heiður að fá að vera áfram.“

Galinn markaður

En leikhúslífinu fylgir ákveðinn lífsstíll sem Vilhelm segist enn vera að venjast. „Allar helgar eru tileinkaðar áhorfendunum. Ég veit ekki við hverju ég var að búast þegar ég var lítill og langaði að verða leikari en ég hefði átt að vita þeta. Þannig að núna er ég ekkert að djamma um helgar,“ segir hann og tekur fyrir að djamma í staðinn á virkum dögum. Djammið er bara í lágmarki.

Þá er Vilhelm í leit að íbúð til að kaupa með kærustunni sinni sem hann segir hægara sagt en gert. „Við ætlum að kaupa sjálf sem er erfitt. Markaðurinn er gjörsamlega galinn.“ Draumastaðsetningar fyrir nýju íbúðina eru í hverfum 105 eða 107.

Það er alltaf nóg að gera hjá Vilhelm. Hann segist vera í „einu leynilegu alþjóðlegu verkefni“ og síðan séu þau í VHS uppistandshópnum alltaf að bralla eitthvað skemmtilegt. Nú á föstudagskvöldið er Mannvinasöfnun Rauða krossins í beinni útsendingu á RUV og þar sýnir VHS glænýtt efni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kleini um núverandi kærasta Svölu – „Hver í fokkanum er það?“

Kleini um núverandi kærasta Svölu – „Hver í fokkanum er það?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

10 spurningar sem þú ættir að geta svarað um maka þinn

10 spurningar sem þú ættir að geta svarað um maka þinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Kanye er alveg genginn af göflunum“

„Kanye er alveg genginn af göflunum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Paralympic-dagurinn 2022 – Kynning á íþróttaiðkun fatlaðra

Paralympic-dagurinn 2022 – Kynning á íþróttaiðkun fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mannabörn“ fá minna á broddinn

„Mannabörn“ fá minna á broddinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ari Eldjárn og Linda hætt saman

Ari Eldjárn og Linda hætt saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigrún svarar Hrafnhildi – „Það að „stimpla“ aðra manneskju opinberlega […] telst einnig vera ofbeldi og opinber niðurlæging“

Sigrún svarar Hrafnhildi – „Það að „stimpla“ aðra manneskju opinberlega […] telst einnig vera ofbeldi og opinber niðurlæging“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Christine McVie, söngvari Fleetwood Mac, látin

Christine McVie, söngvari Fleetwood Mac, látin