fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Kristinn var búinn að ákveða að fyrirfara sér í níunda bekk: „Fyrir mér var ég bara feitur aumingi með félagskvíða og mikið sjálfsniðurrif“

Fókus
Þriðjudaginn 4. október 2022 12:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Sigmarsson hefur þurft að kafa dýpra í andlega og líkamlega heilsu en flestir, eftir að hafa ætlað að enda eigið líf aðeins 15 ára gamall. Hann man daginn eins og gerst hafi í gær:

,,Ég valdi daginn sem ég ætlaði að drepa mig. Ég var feitur tölvunörd og átti ekki marga vini. Líf mitt snerist algjörlega um tölvuleiki og ég var bæði óheilbrigður andlega og líkamlega,“ segir Kristinn sem er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar.

„Andlega var ég að flýja allt sem heitir ábyrgð og að takast á við hluti. Ég var alltaf að ljúga því að ég væri veikur til þess að þurfa ekki að fara í skólann. Hitti aftur og aftur lækna og reyndi að fá þá til að skrifa upp á vottorð fyrir mig svo að ég gæti bara verið enn meira í tölvunni minni. Að endingu var ég kominn á þann stað að ég hafði ekkert að lifa fyrir lengur. Fyrir mér var ég bara feitur aumingi með félagskvíða og mikið sjálfsniðurrif. Ég hataði sjálfan mig og langaði ekki að lifa lengur, þannig að það væri bara best að enda þetta. En þegar ég var á leiðinni heim úr skólanum daginn sem ég ætlaði að fyrirfara mér var eins og ég fengi þrumu í líkama minn af ljósi og ég fann að það var eitthvað meira við lífið. Þarna kviknaði von um að ég gæti átt betra líf og ég fór í ham. Brunaði heim og eyddi öllum tölvuleikjunum mínum og ákvað að gefa sjálfum mér einn séns. Ég færði orkuna sem ég notaði í að spila tölvuleiki yfir í áhuga á andlegri og líkamlegri heilsu. Á 6 mánuðum sneri ég lífi mínu gjörsamlega við og var orðinn hamingjusamur haustið eftir að ég hafði ætlað að drepa mig.”

Oft erfitt að finna hvatninguna

Kristinn, sem nú rekur heilsufyrirtæki, segir fyrsta skrefið í öllu vera að fá skýrleika um stöðuna eins og hún er:

„Það fyrsta sem allir verða að spyrja sig er hvað þeir raunverulega vilja. Það er erfitt að finna hvatninguna til að gera breytingar ef maður veit ekkert hvert maður er að fara. Hver er framtíðarsýn þín? Hvernig viltu að samskiptin við fólkið þitt séu? Hvernig viltu að heilsa þín sé? Hvernig viltu að dagurinn þinn líti út? Og svo framvegis. Fólk fær oft hugmyndir og ætlar að breyta öllu í einu af því að það er með samviskubit, en veit svo ekkert hvert það er að fara. Það mikilvægasta af öllu er að fara í rétta átt og gefa sér tíma í að sjá það skýrt, frekar en að fara hratt og átta sig svo á því síðar að maður er að fara í vitlausa átt.”

Fær stærri verðlaun

Kristinn, sem er enn mjög ungur að árum, hefur skilaboð til þeirra sem eru á svipuðum stað og hann var á þegar dalurinn var dýpstur:

,,Ef ég væri að tala við einhvern núna sem er í svipuðum sporum og ég var í þegar mér leið sem verst, myndi ég segja viðkomandi að lífið er leikur alveg eins og í tölvuleikjum eða því sem fer fram í gegnum skjáinn. Það er hægt að færa athyglina yfir á að bæta sig stöðugt í alvöru leiknum sem er lífið og þá fær maður miklu stærri verðlaun en með því að bæta sig í tölvuleikjum. Ég veit að það getur verið erfitt að hætta einhverju sem maður er fíkinn í, en það er hægt að byrja á að taka eitt skref í einu og vinna sig hægt og rólega inn í betri líðan.

Þáttinn með Kristni og alla aðra þætti Sölva Tryggvasonar má nálgast á heimasíðunni: solvitryggva.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“