fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Fókus

Tvíburahjónin sem deila öllu – Allir eru forvitnastir um svefnherbergismálin

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 2. október 2022 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvíburasysturnar Brittany and Briana eru afar nánar, það nánar að þær dreymdi um að eyða lífinu saman. En þær dreymdi einnig um hjónaband og börn.

Báðar áttu þær í ástarsamböndum sem entust flest stutt, ekki síst áttu kærastar erfitt með að hafa ,,þriðja” aðilann í sambandinu, það er að segja hina systurina. 

Hittust á hátíð

Komust systurnar að þeirri niðurstöðu að eina leiðin væri að finna maka sem raunverulega skildi þær. Augljóslega tvíburabræður, jafn nána og þær væru. 

Brittany og Briana kynntust Josh og Jeremy á tvíburahátíð í Ohio árið 2017. Briana og Jeremy kolféllu hvort strax hvort fyrir öðru og á nokkrum mánuðum þróaðist samband Brittany og Josh úr vináttu í ást. Sléttu ári síðar sneru fjórmenningarnir aftur á hátíðina.

Nú til að giftast og stjórnuðu tvíburar, báðir prestar, athöfninni og var gerður sjónvarpsþáttur um athöfnina.

Brittany giftist Josh og Briana giftist Jeremy og fluttu þau öll saman. Systurnar urðu fljótlega báðar ófrískar en báðar urðu fyrir fósturmissi með stuttu millibili. Fjórmenningarnir studdust hvert við annað á þessu erfiða tímabili en aðeins nokkrum vikum síðar varð Brittany ófrísk af Jett og fylgdi Briana í fótspor systur sinnar fjórum mánuðum síðar. 

Jett og Jax eru erfðafræðilega skyldari en venjuleg systkinabörn vegna tengsla foreldra þeirra. 

Deila öllu

Í fyrra keyptu fjórmenningarnir glæsihús í Virginíufylki. Þau útbjuggu glæsiíbúð í hluta hússins, þar sem þau nú búa sex saman, en stærsti hluti eignarinnar er leigður út til viðburða, þá helst brúðkaupa. 

 Josh og Jeremy sjá um reksturinn á húsinu auk þess að vera heimavinnandi foreldrar en Brittany og Briana starfa báðar sem lögfræðingar.  Þær eru einnig að ljúka við skáldsögu sem þær skrifuðu saman og fjallar auðvitað um tvíbura. Bókin kemur út nú í desember. 

Þau skipta húsverkum á þrifum, innkaupum og eldamennsku bróðurlega, eða systurlega, á milli sín. Eigninni fylgir stórt land þar sem fjórmenningarnir rækta grænmeti og ávexti og er meðlimir stórfjölskyldunnar að mestu leyti grænmetisætur.

Hin mamma og pabbi

Frá fæðingu hefur Jett og Jax tekist það sem fæstum öðrum heppnast, en það er að þekkja foreldra sína frá frænda og frænku. En í raun má segja að öll fjögur séu í foreldrahlutverki beggja drengja sem stundum vilja fá knús frá ,,hinum” pabbanum eða mömmunni frekar en sínu eigin líffræðilega foreldri. 

Drengirnir deila herbergi og eru að öllu leyti eins og bræður.  Í viðtalinu taka Brittany og Josh og Briana og Jeremy sérstaklega fram að þau deili ekki herbergi, bæði hjónin hafi sín svefnherbergi út af fyrir sig. 

Eitt herbergi alveg prívat

Þau segja eiginlega nauðsynlegt að nefna það því þau hafi þurft að takast á við alls kyns spurningar og vangaveltur um samband þeirra í gegnum tíðina og hvort nándin nái inn í svefnherbergið.

Sem hún gerir ekki. 

Öll segja þau að þrátt fyrir að njóta þess að búa saman sé ákveðið næði nauðsynlegt. Því hafa þau sett reglur um ákveðna hluti eignarinnar, til að mynda sundlaugina og bíóherbergið, sem bæði pörin hafa út af fyrir sig ákveðna daga vikunnar. 

Aðspurð um hvort fleiri börn séu á leiðinni segja þau öll að þau sé fullkomlega ánægð með fjölskyldumynstrið eins og það sé núna, það sé einfaldlega fullkomið. En þau útiloka ekkert. 

Slík ákvörðun sé aftur á móti þeirra allra fjögurra að taka í sameiningu. 

Stórfjölskyldan stendur nú í samningaviðræðum um hugsanlega raunveruleikaþætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Magnús missti lífsviljann eftir slysið – „Ég upplifði mig skemmda vöru og byrði á fjölskyldu mína og samfélag“

Magnús missti lífsviljann eftir slysið – „Ég upplifði mig skemmda vöru og byrði á fjölskyldu mína og samfélag“
Fókus
Í gær

Fækkuðu fötum til að hjálpa konu í bænum

Fækkuðu fötum til að hjálpa konu í bænum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppblásinn IKEA sófi, Colgate lasagna og smokkur í spreybrúsa – Fyndnar en afar misheppnaðar markaðsherferðir

Uppblásinn IKEA sófi, Colgate lasagna og smokkur í spreybrúsa – Fyndnar en afar misheppnaðar markaðsherferðir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýjasta nektarmyndin veldur áhyggjum og samsæriskenningum

Nýjasta nektarmyndin veldur áhyggjum og samsæriskenningum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Edda Falak og Þórdís Elva senda hlýjar kveðjur sín á milli – „Takk fyrir allt sem þú gerir“

Edda Falak og Þórdís Elva senda hlýjar kveðjur sín á milli – „Takk fyrir allt sem þú gerir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristján Einar sakaður um lygar – „Hvað sem þjóðin vill kalla það… Athyglissýki?“

Kristján Einar sakaður um lygar – „Hvað sem þjóðin vill kalla það… Athyglissýki?“