fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Helgi Ómars neitar að tjá sig um dularfulla kærastann – „No comment“

Fókus
Föstudaginn 14. október 2022 13:29

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósmyndarinn og áhrifavaldurinn Helgi Ómarsson ætlar ekki að gefa neitt upp um nýja dularfulla kærasta sinn.

Í síðustu viku var greint frá því að hann væri kominn á fast og væri staddur úti á Taílandi með nýja manninum. Þrátt fyrir að hafa verið virkur á Instagram í ferðinni og birt margar myndir hefur hann ekki gefið neina vísbendingu um hver sá heppni er.

Helgi bauð fylgjendum að spyrja sig ýmissa spurninga í gær en forvitnir fengu ekki þörf sinni svalað.

„Mig langar bara að vita hversu margar spurningar koma um nýja kæró,“ sagði einn fylgjandi.

„Sorry að skúffa þig – no comment,“ svaraði Helgi og setti hláturstjákn með.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Helgi Omarsson (@helgiomarsson)

Ljósmyndarinn svaraði hins vegar alls konar spurningum tengdum Taílandi og sagðist mæla með því að heimsækja landið.

„Það er oft hægt að fá flug á fáránlega góðu verði (fékk mitt á tæplega 90k) og maturinn, kúltúrinn, möguleikarnir, náttúran, fólkið, allt er svo stórkostlegt hérna,“ sagði hann.

Hann er á eyju sem heitir Koh Lipe. „Mér líður eins og ég sé kominn heim þegar ég er hér. Öðruvísi heim, samt heim,“ segir hann kíminn.

Helgi hefur verið þar síðan í byrjun október og verður í mánuð, til 1. nóvember.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Helgi Omarsson (@helgiomarsson)

Aðspurður hvað væri það skemmtilegasta að gera í Taílandi sagði hann það fyrsta sem honum datt í hug: „Borða.“

Kærastinn er ekki enn í paradísinni með honum, en hann sagðist vera „núna einn í Taílandi.“

Helgi hefur getið sér gott orð sem ljósmyndari og áhrifavaldur um árabil. Hann er einnig bloggari á Trendnet og heldur úti hlaðvarpinu Helgaspjallið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Í gær

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“