Sumarhús á eignarlandi á einstökum stað við Flókadalsá í Borgarfirði er til sölu.
Húsið er rúmlega 39 fermetrar og ásett verð er 15,5 milljónir. Kalt vatn er í húsinu en ekki rafmagn og hitaveita.
Bústaðurinn er á skjólgóðum stað í gilinu við ána.
Hægt er að lesa nánar um eignina og skoða fleiri myndir á fasteignavef DV.