fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Varúð – Getur valdið martröðum: Eru þetta ljótustu plötumslög sögunnar?

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Föstudaginn 7. október 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér í denn, á tíma vínilplatna, var oft lög mikil og djúp hugsun í umslögin enda gátu þau á stundum haft úrslitaáhrif um sölu á viðkomandi skífu.

Stundum tókst afar vel til og lifa sum plötuumslög í sögunni sem listaverk. En stundum tókst ekki jafn vel til. Lítum á nokkur dæmi um umslög sem illmögulegt er að átta sig á af hverju þóttu boðleg til útgáfu á sínum tíma.

Það eru svo margt rangt við þetta plötumslag. Jú, Merle Evans lék á kornett og sérhæfði sig í tónlist til notkunar í sirkusum. Var hann orðinn það það samdauna sirkuslífiinu að finnast þessi ákveðni trúður fullkomlega eðlilegur? Af hverju er trúðurinn með lokuð augu? Er hann að íhuga að éta blessað barnið?

Þetta er klárlega plötuumslag sem hefur valdið einhverjum ógæfusömum einstakling, jafnvel einstaklingum, martröðum til margra ára. 

Þessa snilld á þungarokksbandið The Handsome Beasts sem stofnað var í Bretlandi árið 1972 og öðlaðist þó nokkra fræg á sínum heimaslóðum. Sveitin skartar fleiri áhugaverðum plötuumslögum eins og hér má sjá.

Reyndar þykir þetta umslag jafnvel verra en það fyrra og er á topp þremur næstum allra lista yfir verstu plötumslög sögunnar. 

Þessi hugljúfa mynd af  sveitinni Maddy Genets er reyndar á sjötommu, fyrir þá sem það muna, en ekki breiðskífu. Um er að ræða flutning á gömlum, frönskum þjóðlögum og það má segja umslaginu til hróss að það nær að fanga tónlistina á skífunni fullkomlega.

Voru meðlimir bandsins fjölskylda? Hugsanlega en ef svo er þá hefur örugglega alltaf verið gaman á því heimili enda skín af þeim lífsgleðin.

Gerhard Polt, þýskur rithöfundur, kvikmyndagerðarmaður, leikari og söngvari gaf út þessa breiðskífu árið 1981. Hvað liggur að baki er illskiljanlegt en svo mikið er víst að einhverjum, hugsanlega Gerhard sjálfum, fannst geggjuð hugmynd að setja höfuðu listamannskins ofan á svínakjöt með ananas.

Fólk er jú allskonar. 

Quim Barreiros var vinsæll portúgalskur tónlistarmaður sem elskaði harmóniku sína. Og þá er vægt til orða tekið. Barrieros gaf út fjölda platna með bráðskemmtilegri harmónikutónlist og á hverju einu og einasta plötuumslagi tókst honum að skapa nýja snilld til heiðurs sínu uppáhalds hljóðfæri.

Margir telja þetta umslag vera kórónuna á ferli tónlistarmannsins en gripurinn kom út árið 1971. Af hverju kappinn taldi sig knúinn til að vera nakinn verður þó alltaf stóra spurningin.  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“