Bethenny kom fram í raunveruleikaþáttunum „Real Housewives of New York City“ og er með rúmlega 2,8 milljónir fylgjenda á Instagram. Hún hefur skrifað fjölda bóka og er stofnandi og eigandi lífsstílsmerkisins Skinny Girl.
Hún birti harkalega gagnrýni um vörurnar á samfélagsmiðlum.
View this post on Instagram
Bethenny keypti „Birthday PR Box“, sem kostaði 25 þúsund krónur, og „Birthday Bundle“ sem kostaði tæplega 8300 krónur.
Þegar hún fékk báða pakkana sá hún að það voru nákvæmlega sömu vörur í þeim þrátt fyrir verðmuninn. Eina sem var ólíkt við Birthday PR Box og Birthday Bundle var pappakassinn sem fylgdi með því fyrrnefnda.
„Einhver sem vill kaupa pappakassa að andvirði 16.700 krónur?“ Skrifaði Bethenny með myndbandinu.
„Ég er ringluð. Það var stelpa sem vakti fyrst athygli á þessu á TikTok en ég skildi ekki alveg, ég hugsaði að það hlyti að vera eitthvað öðruvísi. Það er eitthvað öðruvísi. Pappakassi sem þú hendir síðan í ruslið. Nema þú eigir hamstur sem þú ætlar að setja í kassann,“ sagði hún.
Bethenny sagðist hafa reynt að skila Birthday PR Box. „Ég komst að því að það er ekki hægt að skila vörum hjá Kylie Beauty þannig ég er föst með rúmlega sextán þúsund króna pappakassa,“ sagði hún.
„Þetta eru sömu vörurnar fyrir utan pappakassann. Þetta eru svik. Hversu heimsk þurfum við að vera? […] Ég er hrifin af vörunum en þú misstir athygli mína þegar hún svindlaðir á mér.“