fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Raunveruleikastjarna kallar fyrirtæki Kylie Jenner „svikamyllu“ og segir þetta sanna það

Fókus
Föstudaginn 7. október 2022 14:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Bethenny Frankel gagnrýnir snyrtivörufyrirtæki Kylie Jenner, Kylie‘s Cosmetics, harðlega og kallar það „svikamyllu.“

Bethenny kom fram í raunveruleikaþáttunum „Real Housewives of New York City“ og er með rúmlega 2,8 milljónir fylgjenda á Instagram. Hún hefur skrifað fjölda bóka og er stofnandi og eigandi lífsstílsmerkisins Skinny Girl.

Hún birti harkalega gagnrýni um vörurnar á samfélagsmiðlum.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Bethenny Frankel (@bethennyfrankel)

Bethenny keypti „Birthday PR Box“, sem kostaði 25 þúsund krónur, og „Birthday Bundle“ sem kostaði tæplega 8300 krónur.

Þegar hún fékk báða pakkana sá hún að það voru nákvæmlega sömu vörur í þeim þrátt fyrir verðmuninn. Eina sem var ólíkt við Birthday PR Box og Birthday Bundle var pappakassinn sem fylgdi með því fyrrnefnda.

„Einhver sem vill kaupa pappakassa að andvirði 16.700 krónur?“ Skrifaði Bethenny með myndbandinu.

„Ég er ringluð. Það var stelpa sem vakti fyrst athygli á þessu á TikTok en ég skildi ekki alveg, ég hugsaði að það hlyti að vera eitthvað öðruvísi. Það er eitthvað öðruvísi. Pappakassi sem þú hendir síðan í ruslið. Nema þú eigir hamstur sem þú ætlar að setja í kassann,“ sagði hún.

Skjáskot/Instagram

Bethenny sagðist hafa reynt að skila Birthday PR Box. „Ég komst að því að það er ekki hægt að skila vörum hjá Kylie Beauty þannig ég er föst með rúmlega sextán þúsund króna pappakassa,“ sagði hún.

„Þetta eru sömu vörurnar fyrir utan pappakassann. Þetta eru svik. Hversu heimsk þurfum við að vera? […] Ég er hrifin af vörunum en þú misstir athygli mína þegar hún svindlaðir á mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Í gær

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone
Fókus
Fyrir 4 dögum

Botnar ekkert í Íslendingum og hvetur okkur til að gera meira af þessu

Botnar ekkert í Íslendingum og hvetur okkur til að gera meira af þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Komst að því að kærastinn væri í áskrift á OnlyFans – Fékk áfall þegar hún sá hjá hverri

Komst að því að kærastinn væri í áskrift á OnlyFans – Fékk áfall þegar hún sá hjá hverri