Leikarinn Hilmir Snær Guðnason og Bryndís Jónsdóttir, móttöku- og þjónustufulltrúi Listasafns Íslands, eru skilin. Fréttablaðið greinir frá.
Hilmir og Bryndís skilja eftir rúmlega tólf ára hjónaband og eiga saman eina dóttur. Fyrir á Hilmir dóttur úr öðru sambandi.
Hilmir hefur getið sér gott orð sem leikari um árabil. Hann er fyrir löngu orðinn eitt af okkar allra þekktustu andlitum, en stjarna hans skaust hratt upp á himininn við útskrift frá Leiklistarskóla Íslands.
Hann fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Dýrið sem hlaut lof gagnrýnenda og var tilnefnd til fjölda verðlauna.