fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Brad Pitt svarar ásökunum Angelinu Jolie um að hann hafi tekið eitt barna þeirra hálstaki

Fókus
Miðvikudaginn 5. október 2022 22:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brad Pitt hefur nú svarað ásökunum Angelinu Jolie, fyrrverandi eiginkonu sinni, vegna ásakana um að hann hafi tekið eitt barn þeirra hálstaki um borð í þotu árið 2016.

Nú stendur yfir barátta þeirra Pitt og Jolie fyrir dómstólum um franska vínrækt sem þau áttu saman.

Á þriðjudag lagði lögmaður Jolie fram gögn sem innihéldu nýjar ásakanir á hendur leikaranum.

New York Times greinir frá því að lögmaður Jolie segi að atburðurinn hafi átt sér stað í einnkaþotu árið 2016 en Jolie hafði áður sagt að hún og Pitt hefðu þar átt í alvarlegu rifrildi sem leiddi til skilnaðar þeirra.

Í þessum nýju gögnum segir að Pitt hafi tekið eitt barn þeirra hálstaki og slegið annað barn í andlitið, og að hann hafi gripið um höfuð Jolie og hrist hana. Pitt er einnig sakaður um að hafa hellt bjór yfir Jolie og að hafa hellt bjór og rauðvíni yfir börnin.

Í yfirlýsingu sem send var til CNN segja fulltrúar Pitt að þessar ásakanir séu algjörlega ósannar.

Samkvæmt málsgögnum sagði Jolie ennfremur við FBI, bandarísku alríkislögregluna, að Pitt hafi ýtt henni upp að vegg í baðherberginu og kýlt endurtekið í loft þotunnar.

Ofbeldisfull hegðun hans gegn Jolie og börnunum hafi staðið yfir í um 90 mínútur, en þau voru að fljúga milli Frakklands og Los Angeles.

Þá segir Jolie að Pitt hafi hrætt sex börn þeirra sem þarna voru á aldrinum átta ára til fimmtán.

Jolie sagði einnig að Pitt hafi neytt mikil áfengis í ferðinni og að skemmdir á þotunni vegna rauðvíns sem hann hafi hellt niður hafi numið 25 þúsund dollurum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 19 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?