fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Vill hætta við brúðkaupið eftir að hann sá myndband úr gæsuninni

Fókus
Laugardaginn 1. október 2022 22:30

Mynd/Shutterstock

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Unnusta mín man eiginlega ekkert eftir gæsuninni sinni en ég sá myndband af hegðun hennar og ég er að spá í að aflýsa brúðkaupinu.“

Svona hefst bréf karlmanns til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Dear Deidre. Maðurinn er 33 ára og unnusta hans 29 ára og þau eiga saman ungan dreng. Hann veit ekki hvað hann á að gera eftir að hann sá hvernig hún hegðaði sér þegar hún var gæsuð og óskar eftir ráðum.

„Við elskum hvort annað og ég hef aldrei verið jafn hamingjusamur og daginn sem hún sagðist vilja giftast mér. En ég get ekki hætt að sjá fyrir mér hana grípa í og káfa á öðrum karlmanni,“ segir hann.

„Ég og vinir mínir fórum á pöbbarölt fyrir mína steggjun og mér fannst ég nógu kærulaus eftir að vinir mínir festu mig og uppblásna dúkku við ljósastaur í tuttugu mínútur. En unnusta mín fór með þetta á allt annað plan.“

Hann útskýrir nánar. „Hún vaknaði skelþunn en sagðist hafa skemmt sér vel, hún sagði að þær hefðu farið út að borða og að dansa á skemmtistað í hverfinu. Hún gerði lítið úr drykkjunum heima hjá vinkonu sinni – áður en þær fóru út – og sagðist varla muna eftir þeim. Hún sagðist lítið hafa borðað yfir daginn og hafi fljótlega orðið drukkin. En síðan sendi besta vinkona hennar annarri vinkonu þeirra myndband af unnustu minni og ég sá það.“

Vinkonurnar höfðu leigt strippara handa gæsinni. „Ég hélt að svona væri ekki gert lengur, en nei. Inn gekk þykjustunni lögreglumaður og þóttist handtaka unnustu mína. Hann fór síðan úr „búningnum“ þannig hann var bara í g-streng og setti svo rjóma þarna niðri. Vinkonum hennar var svo heldur betur skemmt þegar unnusta mín settist klofvega á hann, greip í manndóm hans og hristi hann. Hún segist ekkert muna en mér líður ógeðslega. Ég elska hana ennþá en get ég treyst henni?“

Talaðu við hana

Deidre svarar og kemur konunni til varnar.

„Já, hegðun okkar getur verið úr karakter þegar við drekkum áfengi. Þú elskar þessa konu og þú veist að hún myndi aldrei hegða sér svona edrú.

Vinkonur hennar hvöttu hana áfram og hún lét þetta eftir sér. Hún var drukkin og man ekkert eftir þessum hluta kvöldsins, og því miður fór hún of langt. Hún skammast sín örugglega og finnst hún niðurlægð.

Talaðu við hana og láttu hana vita að þú sért sár. Fáðu hana til að fullvissa þig um að svona mun ekki koma fyrir aftur. Hún þarf að skilja að hún fær ekki þriðja tækifærið.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram