fbpx
Laugardagur 28.maí 2022
Fókus

Kona sem er stressuð fyrir trekant leitar ráða – Þetta sagði kynlífsfræðingurinn henni að hafa í huga

Fókus
Laugardaginn 8. janúar 2022 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég og maki minn erum búin að vera að ræða það að fara í trekant. Fyrst var þetta eiginlega bara fantasía, en nú vill hann gera þetta að veruleika. Ég er hrifin að hugmyndinni (Ég hef kysst konur áður og horfi á lesbískt klám) en ég er svo stressuð fyrir þessu. Hvað get ég gert.“

Ofangreind fyrirspurn barst til Relationship Rehab dálksins hjá news.com.au. Til svara var kynlísfræðingurinn Isiah McKimmie sem hafði nokkru vel valinn ráð fyrir konuna til að hafa í huga.

„Trekantur er ein af algengustu kynlífsfantasíum fólks – þó að ekki allir láti verða að því að gera þær að raunveruleika,“ segir Isiah. Hann sagði að ef að konan ætli að kýla á það þá sé gott að hafa eftirfarandi í huga.

Vanda valið

Isiah segir að sjálf hafi hún nokkrum sinnum farið í trekant. „Einn af þeim var með vinafólki sem voru par. Þetta gekk allt upp í mínu tilfelli, en engu að síður mæla margir gegn því að fara í trekant með einhverjum sem þú þekkir út af hættunni á að tilfinningar komist þá inn í spilið.“

Því ættu pör að hugsa sig tvisvar áður en það býður vini með inn í svefnherbergi. Margir noti stefnumótaforrit til að finna sér leikfélaga, eða jafnvel reyni að finna einhvern úti á skemmtanalífinu. Báðir aðilar í sambandinu þurfi þó að vera sammála um þann sem verður fyrir valinu.

Skýr mörk

Isiah segir að það sé mjög mikilvægt að leggja skýrar línur áður en farið er í trekant. „Ég get ekki lagt næga áherslu á það að það þarf opin samskipti og skýr viðmið ef þið látið verða að þessu. Ein stærstu mistökin sem fólk gerir hvað varðar trekant (eða opin sambönd) er að vanmeta hversu mikil samskipti þarf að eiga.“

Isiah segir að meðal annars þurfi að ræða hver megi gera hvað með hverum, hvað eigi að gera ef einhverjum fer að líða óþægilega og hvaða reglur eigi að gilda eftir að kynlífið er búið eins og hvort það megi hitta aðilann aftur og svo framvegis.

„Ekki gleyma að ræða þetta við þriðja aðilann líka svo hann viti við hveru hann eigi að búast.“

Öryggisorð eða útgönguleið

Isiah segir að eins með allt sem kemur að kynlífi þá getur sú staða komið upp að maður skipti um skoðun.

„Öryggisorð getur verið góð leið til að láta hvort annað vita að þið séuð ekki sátt með það sem er að gerast án þess að þurfa að hafa um það mörg ár. Með því að hafa svona „öryggisáætlun“ getið þið upplifað meira öryggi og verið afslappaðri í aðstæðunum.“

Öryggið á oddinn

Isiah segir að jafnvel þó að par noti ekki verjur í sínu kynlífi þá þurfi að ræða hvort og þá hvaða verjur eigi að nota með þriðja aðilanum.

„Verið líka meðvituð um að vera ekki undir áhrifum fíkniefna eða of ölvuð. Þó að það geti hjálpað ykkur að slaka á þá gæti það leitt til eftirsjár síðar meir.“

Varnaðarorð

Isiah varar konuna við því að fantasíur séu einmitt það, fantasíur, og að raunveruleikinn sé oft ekki eins spennandi. „Þó að með því að gera fantasíur að raunveruleika séuð þið að gera kynlífið meira spennandi þá er stundum gott að leyfa hlutum að vera bara fantasíur.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svaraði mest spurðu spurningunni – „Já, þau eru ekta“

Svaraði mest spurðu spurningunni – „Já, þau eru ekta“
Fókus
Í gær

Barnalán á Alþingi – Jódís á von á sínu fimmta barni

Barnalán á Alþingi – Jódís á von á sínu fimmta barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eign dagsins – Öndvegisbústaður á Öndverðarnesi

Eign dagsins – Öndvegisbústaður á Öndverðarnesi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rapparinn The Kid Laroi deilir góðu ráði um fjárfestingar sem hann fékk frá Elon Musk

Rapparinn The Kid Laroi deilir góðu ráði um fjárfestingar sem hann fékk frá Elon Musk