fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
Fókus

Ekki allt sem sýnist hjá áhrifavaldinum – Handtekin í lúxusbifreið fullri af peningum og fíkniefnum – Talin eiga í ástarsambandi við höfuðpaur glæpagengis

Fókus
Miðvikudaginn 5. janúar 2022 22:00

Samsett mynd - Gaby Castillo á Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er allt sem sýnist hjá áhrifavaldinum Gaby Castillo, betur þekktri sem Briela Sanz, en hún er grunuð um að vera meðlimur í mexíkönsku glæpagengi sem ber nafnið Union Tepito. New York Post greinir frá.

Castillo er með 763.000 fylgjendur á Instagram, en þar deilir hún myndum af sér og lífsstíl sínum.

Hún var á dögunum handtekin fyrir fíkniefnalagabrot og svik tengd bílakaupum. Handtakan átti sér stað í Mexíkóborg á meðan hún keyrði um í svörtum lúxusbifreið.

Í honum eiga að hafa fundist ein milljón mexíkanskra pesóa, sem jafngildir rúmlega sex milljónum króna. Auk þess voru í bílnum hundruð pakkninga sem innihéldu fíkniefni, sem lögregla telur vera kókaín og marijúana, og skotvopn.

Bíllinn er talinn hafa verið keyptur með falsaðri ávísun í desember, en með Castillo í bílnum var Jose Hareff Soto Jimenez, en fjölskylda hans hefur verið bendluð við skipulagðan bílastuld.

Þá er áhrifavaldurinn einnig grunuð um að taka óviðeigandi myndir af viðskiptavinum sínum og fjárkúga þá með þeim.

Gaby Castillo er talinn eiga í ástarsambandi við Andres Flores Ramirez, sem gengur undir nafninu El Lunares, en hann er talinn höfuðpaur Union Tepito-gengisins. Sá afplánar nú tuttugu ára fengelsisdóm sem hann fékk fyrir morð, þátttöku í skipulagðri glæpastarfsemi og sölu fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Sýndi á sér brjóstin í stúkunni og allt varð snælduvitlaust – „Það eru börn hérna!“ – „Sestu aftur niður tíkin þín“

Sýndi á sér brjóstin í stúkunni og allt varð snælduvitlaust – „Það eru börn hérna!“ – „Sestu aftur niður tíkin þín“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þessi einfalda spurning gæti komið í veg fyrir næsta rifrildi við makann

Þessi einfalda spurning gæti komið í veg fyrir næsta rifrildi við makann