fbpx
Föstudagur 27.maí 2022
Fókus

Klámstjörnu hryllti við þegar frændi hennar sendi henni óviðeigandi skilaboð

Fókus
Fimmtudaginn 27. janúar 2022 22:00

Karlie Brooks. Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlie Brooks er klámstjarna og vildi leyna starfi sínu fyrir fjölskyldunni. Það tókst í fimm ár, þar til eldri frændi hennar sá myndband af henni á netinu og sendi henni skilaboð.

Hann spurði frænku sína hvort hún væri með OnlyFans-síðu og hrósaði henni fyrir klámmyndband. Karlie greinir frá þessu í myndbandi á TikTok sem hefur vakið mikla athygli.

Óviðeigandi skilaboð

Eins og fyrr segir tókst henni að fela það fyrir fjölskyldu sinni í fimm ár að hún væri í klámbransanum, þar til hún fékk skilaboð frá frænda sínum.

„Hey kiddo! Þetta er frændi þinn. Ég held að ég hafi rekist á myndband af þér í dag, mjög flott. Þekkirðu Riley Reid? Og líka, ertu með OnlyFans? Vinur minn vill vita,“ sagði frændi hennar.

Riley Reid var ein frægasta klámstjarna heims áður en hún lagði skóna á hilluna árið 2020.

Sjá einnig: Riley Reid um ástæðuna fyrir því að hún hætti í klámi

@karliebrooksxx I. Am. Cringing 🤮 #CloseYourRings #fypage ♬ original sound – boiwhatdahelllboi1

Myndbandið hefur fengið tæplega níu milljónir í áhorf og er óhætt að segja að netverjum þykir skilaboð frændans óviðeigandi og furðuleg.

Í öðru myndbandi sem hún birti í gærkvöldi sýnir hún skilaboð frá móður sinni, sem var einnig að komast að sannleikanum um starf dóttur sinnar.

„Ég var að tala við frænku þína og hún sagðist hafa fundið myndband af þér í síma [frænda þíns],“ sagði mamma hennar.

@karliebrooksxx The saga continues. I’ll let you know what “it gets worse” means tomorrow ig #elfitup #fyp ♬ оригинальный звук – Отстаньте, я сплю

„Er ekki sjúklega skrýtið að hann sé að horfa á það? Það er ógeðslega krípí mamma. Þú mátt vera fyrir vonbrigðum með mig eins og þú vilt en hann er algjör perri og þú getur ekki neitað fyrir það,“ sagði þá Karlie.

Móðir hennar tók undir með henni. „Já hann er algjör perri. Ég vil ekki fríka þig út en þetta myndband var ekki það eina sem hún fann, þetta er verra. Pabbi þinn ætlar að fara með þig á morgun að fá nálgunarbann. Við elskum þig og erum stolt af þér.“

Karlie sagðist ætla að leyfa fylgjendum sínum á TikTok að fylgjast með þróun mála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Boðið upp á ódýra borgara í rándýru Beckham-brúðkaupi

Boðið upp á ódýra borgara í rándýru Beckham-brúðkaupi
Fókus
Í gær

Fjölmiðlakonan Björg Magnúsdóttir á von á sínu fyrsta barni

Fjölmiðlakonan Björg Magnúsdóttir á von á sínu fyrsta barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hagkaup hefur opnað stærstu snyrtivöruverslun landsins á netinu

Hagkaup hefur opnað stærstu snyrtivöruverslun landsins á netinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir Kailiu Posey biðlar til foreldra – Greinir frá síðustu dögum hennar áður en hún svipti sig lífi

Móðir Kailiu Posey biðlar til foreldra – Greinir frá síðustu dögum hennar áður en hún svipti sig lífi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eign dagsins – Hátt til lofts í „glæsilegri penthouse íbúð“ á Reykjanesi og heitur pottur á svölunum

Eign dagsins – Hátt til lofts í „glæsilegri penthouse íbúð“ á Reykjanesi og heitur pottur á svölunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ógnvekjandi innbrot ástæðan fyrir því að áhrifavaldar flúðu 359 milljón króna húsið sitt – Myndband

Ógnvekjandi innbrot ástæðan fyrir því að áhrifavaldar flúðu 359 milljón króna húsið sitt – Myndband
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellen DeGeneres afhjúpar leyndarmál um þættina – Svona tókst henni að bregða öllum stjörnunum

Ellen DeGeneres afhjúpar leyndarmál um þættina – Svona tókst henni að bregða öllum stjörnunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bráðfyndin og „vandræðaleg“ fatamistök Ryan Seacrest í lokaþætti American Idol

Bráðfyndin og „vandræðaleg“ fatamistök Ryan Seacrest í lokaþætti American Idol