fbpx
Föstudagur 20.maí 2022
Fókus

Fólk verður furðu lostið þegar hún segir þeim hvers vegna hann hætti við stefnumótið – „Mamma hans hlýtur að vera stolt“ 

Fókus
Fimmtudaginn 27. janúar 2022 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má alltaf hætta við þegar kemur að stefnumótalífinu og oft eru góðar og gildar ástæður fyrir því að hætta við að leitast eftir nánum samskiptum við aðra. Svo eru líka til ástæður sem þykja ekkert sérstaklega góðar.

Sarah Josephine deildi á TikTok ástæðunni fyrir að deitið hennar hætti við að hitta hana og hafa margir tekið undir með henni að sú ástæða sé ekkert sérstaklega góð.

Hún deildi skjáskoti af samskiptum sem hún átti við manninn þar sem sést að hún sendi honum mynd af sér þar sem hún sat á sundfötum á strönd. Myndin var tekin nýleg.

Hann svaraði: Já slappa húðin eftir meðgöngu er það eina. Ég kann að meta að þú sért að sýna þessu skilning, það er sjaldgæft – ég lofa.“

Virðist hann þar vísa til þess að það eina sem hann sæi athugavert við hana væri slappa húðin. Það virtist þó nægja til þess að hann sá sér ekki lengur fært að hitta Söruh á stefnumóti.

Hún ákvað að vera kurteis og svaraði: „Minnsta mál. Gangi þér bara vel. Gaman að kynnast þér.“

@charliesmom_gotitgoingon Where do men find the audacity😂 #greenscreen #DatingFail #bodypositivity #Dating #ILoveMe #datingafterdivorce ♬ original sound – maisy

Sarah segir í öðru myndbandi að hún hafi fyrst haldið að maðurinn væri að grínast og þess vegna tekið svona vel í athugasemd hans. Hún hafi þó áttað sig fljótt og þá ekki séð neinn tilgang í því að svara honum með dónaskap – enda væri það engu að fara að breyta. Hann væri áfram mótfallin því að hitta hana og sjálf væri hún mótfallin því að hitta mann sem gerir slíkar útlitskröfur.

Fjöldi netverja furða sig á framkomu mannsins í athugasemdum:

„Sem lesbía þá get ég engan veginn ímyndað mér að laðast ekki að konu bara út af slappri húð eða slitförum….. Líkar karlmönnum yfir höfuð við konur?“ 

„Þú varst of kurteis. Við verðum að finna þennan mann og eyðileggja líf hans.“ 

„Hvaða slappa húð?“ 

„„Það er sjaldgæft ég lofa“ – Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann á svona samræður.“ 

„Mamma hans hlýtur að vera stolt af honum.“ 

„Hafið þið séð þessa gömlu kalla sem sitja í horninu á pöbbum og minna ykkur á það hvers vegna þið farið ekki út á lífið eftir þrítugt – þessi maður er einn af þeim.“ 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Stal óvart Píku í 40 mínútur og vingaðist við hana

Stal óvart Píku í 40 mínútur og vingaðist við hana
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hönnuður kjólsins segir að það hafi verið „stór mistök“ að leyfa Kim að klæðast honum

Hönnuður kjólsins segir að það hafi verið „stór mistök“ að leyfa Kim að klæðast honum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóttir Heidi Klum í kjól móður sinnar 24 árum seinna

Dóttir Heidi Klum í kjól móður sinnar 24 árum seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Julia Fox útskýrir af hverju hún fór að versla á nærfötunum

Julia Fox útskýrir af hverju hún fór að versla á nærfötunum