Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, fékk fallegt stuðningsbréf í hefðbundnum bréfpósti frá 75 ára íslenskri konu sem býr í Ástralíu. Hún deilir því á Twitter og segir að svona stuðningur geri fordómana í pólitíkinni þess virði.
„Ég hef verið að velta fyrir mér hvort ég ætti að hætta í pólitík vegna rasismans en svona stuðningur og svona kærleikur gerir þetta 100% þess virði. Þessi hvatning skiptir ÖLLU máli,“ segir Lenya Rún.
Smá jákvæðni á feedið: í dag beið mín bréf heima frá 75 ára konu sem býr í Ástralíu. Ég hef verið að velta fyrir mér hvort ég ætti að hætta í pólitík vegna rasismans en svona stuðningur og svona kærleikur gerir þetta 100% þess virði. Þessi hvatning skiptir ÖLLU máli ❤️❤️ pic.twitter.com/4OVw61l66u
— Lenya Rún (@Lenyarun) January 26, 2022
„Ég svaraði henni í tölvupósti og mig dreymir um að fá mér kaffi með henni, mér þykir svo óendanlega vænt um þetta og mikilvæg áminning um að það er til virkilega gott fólk í heiminum þó svo að neikvæða liðið sé háværast,“ segir hún.
Varaþingmaðurinn hefur áður opnað sig um rasisma sem hún verður fyrir.