fbpx
Miðvikudagur 18.maí 2022
Fókus

Afhjúpaði bronsstyttu af Kobe og dóttur hans á vettvangi hins hræðilega slyss

Fókus
Fimmtudaginn 27. janúar 2022 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær, miðvikudaginn 26. janúar, voru tvö ár liðin frá andláti körfuboltagoðsins Kobe Bryant. Bryant fórst í hræðilegu þyrluslysi ásamt 13 ára dóttur sinni, Gianna, og sjö öðrum farþegum og má með sanni segja að þögn hafi slegið á heimsbyggðina þegar tíðindin spurðust út.

Í minningu hinna látnu tók listamaðurinn Dan Medina sig til og bjó til fallega bronsstyttu að Kobe og Giönnu, þar má sjá dótturina horfa aðdáunaraugum á föður sinn með körfubolta undir hendinni en stúlkan sjálf þótti afar efnileg í íþróttinni. Á undirstöðum styttunnar er svo platti með nöfnum þeirra sem einnig fórust í slysinu.

Medina fékk leyfi til þess að koma styttunni fyrir á slysstaðnum í fjallshlíð nærri Calabasas-borg í Kaliforníu-ríki þennan eina dag. Hún hefur nú þegar verið fjarlægð af vettvangi en listamaðurinn vonast til þess að í framtíðinni fái hún varanlegan sess á þessum stað. Á meðan hyggst hann ár hvert flytja styttuna á slysstaðinn á þessum degi til að minnast hinna látnu og að auki á afmælisdegi Bryant, 23. ágúst.

 

Kobe Bryant ásamt dóttur sinni Giönnu
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Laufey Rún og Bergþór eignuðust stúlku

Laufey Rún og Bergþór eignuðust stúlku
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Tvær vel athyglissjúkar þakka Vegas fyrir frábæra skemmtun“

Vikan á Instagram – „Tvær vel athyglissjúkar þakka Vegas fyrir frábæra skemmtun“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eurovision-aðdáendur fara hamförum í Twitter-gríni

Eurovision-aðdáendur fara hamförum í Twitter-gríni
Fókus
Fyrir 3 dögum

YouTube er heimili kattamyndbanda – Nokkrir elskuðustu kettir internetsins

YouTube er heimili kattamyndbanda – Nokkrir elskuðustu kettir internetsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Blaffi tók lokafylleríið eftir að hann fékk að vita að hann væri að verða 18 ára faðir – ,,Það stóð í 11 mánuði”

Blaffi tók lokafylleríið eftir að hann fékk að vita að hann væri að verða 18 ára faðir – ,,Það stóð í 11 mánuði”
Fókus
Fyrir 4 dögum

11 ára Lilja var kölluð „athyglissjúk“ eftir að hún kærði ofbeldismann sinn – „Fólk öskraði á mig þegar ég fór út í búð“

11 ára Lilja var kölluð „athyglissjúk“ eftir að hún kærði ofbeldismann sinn – „Fólk öskraði á mig þegar ég fór út í búð“