fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
Fókus

Kim svarar fullyrðingu Kanye um að það sé til annað kynlífsmyndband af henni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 26. janúar 2022 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn Kanye West, sem kallar sig „Ye“ í dag, varpaði nokkrum sprengjum varðandi skilnað sinn og Kim, ásamt mörgu öðru, í viðtali hjá Hollywood Unlocked á dögunum. Þar kom hann með ýmsar staðhæfingar, eins og hvernig samskiptum þeirra er háttað í dag, að það sé til annað kynlífsmyndband af Kim og um samband hennar og Pete Davidson.

Kim skaust upp á stjörnuhimininn þegar þátturinn Keeping Up With The Kardashians var frumsýndur í október árið 2007. Nokkrum mánuðum eftir frumsýninguna var kynlífsmyndbandi lekið á netið af Kim og Ray J stunda kynlíf, sem vakti heimsathygli.

Í viðtali Hollywood Unlocked gaf Kanye í skyn að það væri til annað kynlífsmyndband af Kim og Ray J. Hann sagðist hafa ferðast með flugvél til að ná í fartölvu með meintu myndbandi.

„Ég fór sjálfur og fékk fartölvuna frá Ray J. Ég hitti þennan mann á flugvellinum […] og fór til baka og lét hana fá þetta klukkan átta um morguninn og hún fór að gráta þegar hún sá það,“ sagði Kanye um myndbandið.

Hann sagði að ástæðan fyrir því að hún hefði farið að gráta væri því myndbandið „sýndi að fólk hefði ekki elskað hana bara séð hana sem vöru.“

Kim neitar fyrir meint myndband

Fulltrúi Kim tekur fyrir staðhæfingu Kanye í samtali við E! News og segir að það sé ekki til annað kynlífsmyndband.

„Eftir að hafa skoðað myndbandið þá er ekkert kynlífstengt í því. Aðeins myndband úr flugvélinni á leiðinni til Mexíkó, og myndefni frá skemmtistaðnum og veitingastaðnum frá sama ferðalagi,“ segir fulltrúinn.

„Kim trúir því staðfastlega að það sé ekki til annað kynlífsmyndband. Það eru 20 ár liðin og hún vill ljúka þessum kafla og einblína frekar á það jákvæða sem hún gerir sem móðir, frumkvöðull og talsmaður fyrir umbótum á réttarkerfinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Áhrifavaldurinn Camilla Rut greinir frá skilnaði í einlægri Instagram-færslu – „Búið ykkur undir single-mom content“

Áhrifavaldurinn Camilla Rut greinir frá skilnaði í einlægri Instagram-færslu – „Búið ykkur undir single-mom content“
Fókus
Í gær

Courtney Love segir að Johnny Depp hafi bjargað lífi hennar

Courtney Love segir að Johnny Depp hafi bjargað lífi hennar
Fókus
Í gær

Myndasyrpa: LXS-dívurnar taka yfir Lundúnaborg

Myndasyrpa: LXS-dívurnar taka yfir Lundúnaborg
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram: „Bað Guð um sól, verði ykkur að góðu“

Vikan á Instagram: „Bað Guð um sól, verði ykkur að góðu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auglýsti eftir morðingja sínum á netinu – Konan sem elskaði pyntingar

Auglýsti eftir morðingja sínum á netinu – Konan sem elskaði pyntingar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Samtök kynlífsverkafólks ósátt við nýjasta þátt Eigin Kvenna – „Svona ógeð grefur undan réttindum okkar“

Samtök kynlífsverkafólks ósátt við nýjasta þátt Eigin Kvenna – „Svona ógeð grefur undan réttindum okkar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

LXS-gengið heldur til Lundúnaborgar

LXS-gengið heldur til Lundúnaborgar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigga Dögg og Sævar gift – Athöfnin var „bönnuð innan 18 ára“

Sigga Dögg og Sævar gift – Athöfnin var „bönnuð innan 18 ára“