fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Segir Marilyn Manson hafa nauðgað sér við tökur á tónlistarmyndbandi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 25. janúar 2022 14:00

Evan Rachel Wood og Marilyn Manson byrjuðu fyrst saman þegar hún var 18 ára og hann 37 ára. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Evan Rachel Wood sakar Marilyn Manson, sem heitir réttu nafni Brian Warner, um að hafa nauðgað sér við tökur á tónlistarmyndbandi.

Evan Rachel hefur getið sér gott orð sem leikkona um árabil og er hvað þekktust fyrir leik sinn í vinsælu HBO þáttunum Westworld.

Hún steig fyrst fram í fyrra og sakaði tónlistarmanninn um að hafa beitt sig hrottalegu ofbeldi á meðan þau voru saman. Þau byrjuðu saman árið 2006, þegar hún var átján ára og hann 37 ára. Þau voru sundur og saman í fjögur og hálft ár.

Sjá einnig: Marilyn Manson sakaður um kynferðislegt ofbeldi – „Hann beitti mig hryllilegu ofbeldi árum saman“

Frá og með desember 2021 hafa sextán konur sakað söngvarann um kynferðislegt ofbeldi.

Samþykkti aldrei raunverulegar samfarir við tökur

Evan Rachel Wood kemur fram í nýrri HBO heimildarmynd, Phoenix Rising. Fyrsti hlutinn var sýndur á Sundance-kvikmyndahátíðinni um helgina og þar sakar hún Marilyn Manson um að hafa brotið á henni kynferðislega við tökur á tónlistarmyndbandi árið 2007. People greinir frá.

Hún segir að hann hafi „í rauninni nauðgað“ henni þegar hún lék með honum í tónlistarmyndbandi við lag hans „Heart-Shaped Glasses“.

„Við vorum að gera hluti sem var ekki búið að ræða við mig fyrirfram. Við höfðum rætt um kynlífsatriði, þar sem kynlífið yrði leikið eftir, en þegar myndavélarnar byrjuðu að rúlla hóf hann að hafa raunverulegar samfarir við mig,“ segir hún og bætir við að hún hefði aldrei samþykkt það, því var ekki um samfarir að ræða heldur nauðgun, en Evan lýsir því hvernig hún, ung leikkona á þessum tíma að leika í myndbandi með einum frægasta tónlistarmanni þess tíma, vissi ekkert hvernig hún ætti að bregðast við.

„Ég er leikkona og hef verið að gera þetta alla mína ævi, og ég hef aldrei verið viðstödd jafn ófaglegar tökur […] Þetta var algjör ringulreið og mér fannst ég ekki örugg. Enginn var að passa upp á mig,“ segir hún.

Evan Rachel Wood. Mynd/Getty

„Að taka upp þetta myndband var mjög erfið upplifun, ég vissi ekki hvernig ég ætti að standa með sjálfri mér eða hvernig ég gæti sagt nei, því hann var búinn að þjálfa mig í að svara aldrei fyrir mig heldur bara halda áfram.“

Evan Rachel segir að henni hefði liðið „ógeðslega“ eftir tökurnar. „Og ég sá að öðrum á tökustað leið líka óþægilega og enginn vissi hvað þeir áttu að gera,“ segir hún.

„Ég var neydd til að taka þátt í kynlífsathöfn í auglýsingaskyni undir fölskum forsendum. Þetta var fyrsti glæpurinn sem hann framdi gegn mér. Mér var í rauninni nauðgað fyrir framan myndavél.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki