fbpx
Miðvikudagur 18.maí 2022
Fókus

Leyndarmál raunveruleikastjörnunnar sem varð rík af því að prumpa

Fókus
Mánudaginn 24. janúar 2022 21:00

Stephanie hefur þénað rúmlega 25 milljónir við að prumpa í krukku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til eru eru ýmsar leiðir til að afla sér tekna á netinu, sumar þá óhefðbundnari en aðrar og virðis vera markaður fyrir hreinlega allt. Þetta þekkir raunveruleikastjarnan Stephanie Matto vel, en hún selur prump í krukku og græðir á tá og fingri.

Stephanie kom fram í raunveruleikaþáttunum 90 Day Fiance á sjónvarpsstöðinni TLC. Hún komst að því að það er til hópur fólks sem ekki aðeins nýtur þess að finna prumpulykt annarra, heldur er einnig reiðubúið að borga fyrir þau forréttindi. Hún byrjaði að selja krukkur með prumpulyktinni sinni á netinu og er óhætt að segja að hún hafi tekið yfir markaðinn, enda seldi hún prump að andvirði rúmlega 25 milljóna króna áður en hún lagði skóna á hilluna.

Athafnakonan segir frá þessi nýstárlega starfi sínu í hlaðvarpsþættinum I‘ve Got News For You. Þar lýsir hún því hvernig henni tekst að „fanga“ prumpið sitt og geyma þar til hún getur sent það til viðskiptavina.

„Ég hef komist að því að besta leiðin til að „fanga“ prump er að taka lítinn efnisbút og prumpa beint í hann og setja hann svo í krukkuna, loka krukkunni með korktappa og síðan plasta krukkuna og setja í annan poka,“ segir hún.

Stephanie hefur einnig prumpað eftir beiðnum. Til dæmis óskaði einn viðskiptavinur eftir prumpi með cheddar-ostalykt. Til að geta verða við þeirri beiðni borðaði hún heilt oststykki á einum degi þar til lyktin varð æskileg.

Mataræðið skiptir eðlilega máli fyrir manneskju í þessu starfi, til að framleiðslan standi undir eftirspurn. Stephanie borðaði því mikið af svörtum baunum, prótein möffins og kálsúpu.

„Ég er eiginlega eins og Einstein þegar kemur að prumpi í krukku, ég er alveg með formúluna á hreinu,“ segir hún.

En Stephanie hefur nú sett skóna á hilluna eftir að hún endaði á sjúkrahúsi með meltingartruflanir, sem hún hélt upphaflega að væru hjartaáfall. Hún selur núna rafrænar prumpukrukkur (e. NFT) og er með tæplega 300 þúsund fylgjendur á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jóhanna Guðrún og Ólafur Friðrik eignuðust dóttur

Jóhanna Guðrún og Ólafur Friðrik eignuðust dóttur
Fókus
Í gær

Amber Heard útskýrir kúkinn í rúminu – „Mér finnst þetta ekki fyndið. Punktur“

Amber Heard útskýrir kúkinn í rúminu – „Mér finnst þetta ekki fyndið. Punktur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Tvær vel athyglissjúkar þakka Vegas fyrir frábæra skemmtun“

Vikan á Instagram – „Tvær vel athyglissjúkar þakka Vegas fyrir frábæra skemmtun“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mannslíkaminn er furðuverk: Pissum baðkari á mánuði

Mannslíkaminn er furðuverk: Pissum baðkari á mánuði
Fókus
Fyrir 4 dögum

11 ára Lilja var kölluð „athyglissjúk“ eftir að hún kærði ofbeldismann sinn – „Fólk öskraði á mig þegar ég fór út í búð“

11 ára Lilja var kölluð „athyglissjúk“ eftir að hún kærði ofbeldismann sinn – „Fólk öskraði á mig þegar ég fór út í búð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kærasta Kanye West innsiglar ástina með bleki

Kærasta Kanye West innsiglar ástina með bleki