fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Sjáðu augnablikið þegar bíll keyrir á fréttakonu í beinni útsendingu

Fókus
Föstudaginn 21. janúar 2022 19:30

Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur allt gerst í beinni útsendingu eins og fréttakonan Tori Yorgey komst að síðastliðið miðvikudagskvöld.

Hún var á vettvangi fyrir sjónvarpstöðina WSAZ-TV, í Dunbar í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum, að ræða við fréttaþulinn Tim Irr um bilun í vatnsveitu þegar bíll keyrði á hana.

„Guð minn góður, bíll keyrði á mig, en ég er í lagi. Ég er í lagi. Svona er að vera í beinni. Þetta er allt í góðu,“ sagði hún.

Sjáðu myndbandið hér að neðan.

Tori sagði að þetta hefði ekki verið í fyrsta skipti sem bíll keyrir á hana. Hún ræddi aðeins við bílstjórann sem baðst afsökunar. „Þú ert indæl og í lagi. Þetta er allt í góðu,“ sagði Tori, allan tíman í beinni útsendingu.

Fréttakonan greindi frá því að þetta væri síðasta vikan hennar í starfinu og því týpískt að eitthvað svona myndi gerast.

Í samtali við NBC News sagði Tori að henni liði ágætlega en væri smá aum. „Ég er búin að láta kíkja á mig. Engin brotin bein en verð aum í smá tíma,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“