fbpx
Þriðjudagur 24.maí 2022
Fókus

Fimmta hjónaband Pamelu Anderson endaði því hann var „fáviti við hana“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 21. janúar 2022 09:30

Pamela Anderson og Dan Hayhurst.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pamela Anderson hefur sótt um skilnað frá Dan Hayhurst, og heimildir herma að það hafi verið vegna þess að Dan var „vondur og sýndi henni ekki stuðning“ og var „fáviti“ (e. dick). Page Six greinir frá.

Þetta er fimmti eiginmaður Baywatch-stjörnunnar. Hjónin gengu í það heilaga á aðfangadag 2020 á heimili þeirra í Vancouver í Kanada og hafa dvalið þar síðan.

Dan var áður lífvörður Pamelu og verktaki á heimili hennar áður en ástin kviknaði á milli þeirra.

Heimildarmaður náinn parinu segir að til að byrja með hefði samband þeirra blómstrað í faraldrinum en að vera í sóttkví saman hefði gert útslagið.

„Það komst í ljós að Dan var fáviti við Pamelu. Hann var vondur og sýndi henni ekki stuðning. Eftir að eyða hverri sekúndu með einhverjum í tvö ár þá kynnistu þeim betur. Þau kynntust hvort öðru betur og þannig komst Pamela að því að Dan væri ekki sá rétti,“ segir heimildarmaðurinn og bætir við.

„Það er ekki gott á milli þeirra núna því hún ákvað að þau ættu ekkert sameiginlegt. Hann kom ekki fram við hana eins og henni finnst hún eiga skilið.“

Rolling Stone greindi fyrst frá skilnaðinum. „Ást Pamelu er jafn sönn og hvernig hún lifir lífi sínu,“ sagði heimildarmaður við tímaritið.

Pamela var gift Tommy Lee frá 1995-1998, Kid Rock frá 2006-2007, hún giftist Rick Salomon tvisvar, frá 2007-2008 og aftur 2014-2015. Hún giftist kvikmyndaframleiðandanum Jon Peters árið 2020 en skildi við hann tólf dögum seinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vigdís Howser gengin út – Fullkomnar andstæður náðu saman

Vigdís Howser gengin út – Fullkomnar andstæður náðu saman
Fókus
Í gær

Umdeild færsla Andrésar setti allt í uppnám á Twitter – „Hvaða rugl er þetta?“

Umdeild færsla Andrésar setti allt í uppnám á Twitter – „Hvaða rugl er þetta?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lík í heimahúsi og eiturlyfið Vermaak – María Siggadóttir gefur út fyrstu spennusöguna sína

Lík í heimahúsi og eiturlyfið Vermaak – María Siggadóttir gefur út fyrstu spennusöguna sína
FókusViðtalið
Fyrir 2 dögum

Trausti er nýr borgarfulltrúi Reykvíkinga – ,,Andleg vandamál eru faraldur á Íslandi“

Trausti er nýr borgarfulltrúi Reykvíkinga – ,,Andleg vandamál eru faraldur á Íslandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eva Dís um reynslu sína: „Þegar maður er í vændi þá verður maður að segja að þetta sé æðislegt“

Eva Dís um reynslu sína: „Þegar maður er í vændi þá verður maður að segja að þetta sé æðislegt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

XXX Rottweiler og Aron Can koma fram á Þjóðhátíð

XXX Rottweiler og Aron Can koma fram á Þjóðhátíð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Furðulegustu beiðnirnar sem OnlyFans stjörnur hafa fengið – Táneglur, klósettferðir og fótasviti

Furðulegustu beiðnirnar sem OnlyFans stjörnur hafa fengið – Táneglur, klósettferðir og fótasviti
Fókus
Fyrir 5 dögum

Meint stéttarfélag innbrotsþjófa vekur athygli – „Munið að festa flatskjá aldrei við vegg“

Meint stéttarfélag innbrotsþjófa vekur athygli – „Munið að festa flatskjá aldrei við vegg“