fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
Fókus

Deilir ótrúlegri sögu af hetjudáðum Óla Stef – „Flestir hefðu bara horft á sjúkrabílinn keyra í burtu og haldið kvöldi sínu áfram“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 21. janúar 2022 13:15

Ólafur Stefánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgeir Jónsson deilir ótrúlegri sögu af handboltakappanum Ólafi Stefánssyni þegar sá síðarnefndi bjargaði vinkonu Ásgeirs sem hafði verið byrlað. Hann deilir sögunni á Twitter.

Árið var 2002 og Ásgeir var staddur á Mallorca í útskriftarferð. „Það var þrammandi partí í tvær vikur og ungt fólk aldrei upplifað annað eins frelsi,“ segir hann.

„Þarna var Óli Stef þegar besti handboltatmaður heims. Hann hafði farið á kostum með Magdeburg, sem vann Meistaradeildina þetta ár þar sem hann var yfirburðarmaður og markahæstur í úrslitum. Líka markahæstur og í úrvalsliði Evrópumótsins sama ár […] Þá eins og nú er hefð að þýsk lið fari í vikuferð í sólina þegar tímabilinu lýkur og þarna var Óli mættur með Kretzschmar og liðsfélögum til að sletta úr klaufunum.“

Ásgeir og hópurinn með honum voru í miklu fjöri á skemmtistað. „Það er gripið um axlirnar á mér og vini mínum: „Nei Íslendingar.“ Það var Óli. Á þessum tímapunkti var þetta svipað fyrir tvítugan handboltakappa að hittatt Messi. Sem sagt fagnaðarfundir, að minnsta kosti fyrir annan okkar,“ segir hann.

Óli kom með þeim í sjúkrabílinn

„Óli og nokkrir liðsfélagar skemmtu sér með okkur fram eftir kvöldi. Algjört Mallorca 2002 dæmi. Þar til mjög alvarlegt atvik átti sér stað. Æskuvinkonu minni var byrlað ólyfjan af einhverju skítseiði og ástandið eftir því. Hringt á sjúkrabíl og ég fór með henni. Óli áttaði sig á því að við yrðum í miklum vanda þar sem hvorugt okkar talaði spænsku. Óli hafði lært spænsku sjálfur í nokkra mánuði á undan, eins og maður gerir bara? og var farinn að tala fínustu spænsku. Hann bauðst til að koma með okkur. Og Óli hafði rétt fyrir sér. Ekki nokkur maður talaði ensku á spítalanum og við hefðum verið í algjöru basli án hans. Óli tók öll samtölin, hjálpaði með alla pappíra og borgaði þann kostnað sem féll til,“ segir hann.

Á meðan þeir biðu á biðstofunni spjölluðu Ásgeir og Óli um allt mikli himins og jarðar.

„Eftir um 3 tíma var vinkona mín komin á fætur. Var ekki trúað því það fannst kókaín í blóðinu. Sjaldan prófað sérstaklega fyrir lyfjum sem eru notuð í þessum tilgangi. Hentu kókaíni í blönduna og þolanda er ekki trúað. Hversu oft ætli byrlun hafi verið afskrifuð með þessum hætti? En allir komust heilir heim og sem betur fer fór þetta allt vel,“ segir hann.

„Eins og ég nefndi í upphafi var Óli sennilega frægasti handboltamaður heims þarna. Flestir hefðu bara horft á sjúkrabílinn keyra í burtu og haldið kvöldi sínu áfram. Fyrir mér kristallar þetta persónuna sem Óli er. Takk Óli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrverandi samstarfsmaður kemur Heard til varnar – „Ég trúi Amber Heard“

Fyrrverandi samstarfsmaður kemur Heard til varnar – „Ég trúi Amber Heard“
Fókus
Í gær

Íþróttaálfurinn selur 343 fermetra hönnunarhöll

Íþróttaálfurinn selur 343 fermetra hönnunarhöll
Fókus
Í gær

Rýfur þögnina um myndirnar af Liam Payne og annarri konu

Rýfur þögnina um myndirnar af Liam Payne og annarri konu
Fókus
Í gær

Gunnar í Krossinum og Helga Lúthers greina frá trúlofun sinni

Gunnar í Krossinum og Helga Lúthers greina frá trúlofun sinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vigdís Howser gengin út – Fullkomnar andstæður náðu saman

Vigdís Howser gengin út – Fullkomnar andstæður náðu saman
Fókus
Fyrir 2 dögum

Umdeild færsla Andrésar setti allt í uppnám á Twitter – „Hvaða rugl er þetta?“

Umdeild færsla Andrésar setti allt í uppnám á Twitter – „Hvaða rugl er þetta?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lík í heimahúsi og eiturlyfið Vermaak – María Siggadóttir gefur út fyrstu spennusöguna sína

Lík í heimahúsi og eiturlyfið Vermaak – María Siggadóttir gefur út fyrstu spennusöguna sína
FókusViðtalið
Fyrir 3 dögum

Trausti er nýr borgarfulltrúi Reykvíkinga – ,,Andleg vandamál eru faraldur á Íslandi“

Trausti er nýr borgarfulltrúi Reykvíkinga – ,,Andleg vandamál eru faraldur á Íslandi“