fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Lína Birgitta var á N1 þegar hún sá fréttirnar: „Ég man ég hringdi í þig og sagði: „Sólrún, ertu að fokking djóka, hvað á ég að gera?!““

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 20. janúar 2022 13:30

Lína Birgitta. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinkonurnar og áhrifavaldarnir Lína Birgitta Sigurðardóttir og Sólrún Diego ræða um samfélagsmiðla í nýjum hlaðvarpsþætti af Spjallinu. Lína Birgitta er með rúmlega 24 þúsund fylgjendur á miðlinum og Sólrún er með tæplega 45 þúsund fylgjendur. Þar að auki á Lína Birgitta fyrirtækið Define The Line og Sólrún hefur gefið út fjórar bækur um skipulag og þrif.

Þær ræða í þættinum um hvernig það er að vera opinber manneskja og þó svo þær hafi fullkomna stjórn á því hvað kemur fram á þeirra miðli þá hafa þær ekki stjórn á því sem kemur fram í fjölmiðlum. Lína Birgitta segir að það sé óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að vera opinber persóna á samfélagsmiðlum.

„Já þetta er stór partur af þessu,“ segir Sólrún og bætir við: „Og stór partur af hverju margir hafa hætt [á samfélagsmiðlum].“ Hún viðurkennir að hún óttast að vera tekin fyrir í fjölmiðlum og vera misskilin.

„Lína braut lög“

Lína Birgitta rifjar upp þegar fjölmiðlar fjölluðu um þegar hún braut lög með samfélagsmiðlafærslum á Instagram um fyrirtækið Sætar syndir í desember 2020. Neytendastofa taldi færslurnar ekki nægjanlega merktar sem auglýsing eða kynning og komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði brotið gegn neytendalögum. Fjölmiðlar fjölluðu um málið og segist Lína muna vel eftir því hvar hún var þegar hún sá andlit sitt í fjölmiðlum með fyrirsögninni: „Lína braut lög.“

„Manstu þegar ég hringdi í þig, þegar fréttin kom „Lína braut lög“ út um allt, á alla miðla? „Lína braut lög“ í fyrirsögn,“ segir hún við vinkonu sína.

„Ég var á N1 bensínstöðinni þegar ég sá þetta. Ég vissi ekki hvert hjartað mitt ætlaði.“

Vinkonurnar eru sammála um að þetta sé „svo mikil niðurlæging.“

„Ég bara ómægad, er ég glæpamaður? Svo las ég fréttina og þetta var því ég skrifaði ekki „samstarf“ eða „spons“ í færslu. Segjum að ég sé að sækja um vinnu í framtíðinni og manneskjan sem er að ráða mig ætlar að googla mig, þá kemur það rosa ofarlega: „Lína braut lög, Lína braut lög, Lína braut lög“ út um allt. Ég man ég hringdi í þig og sagði: „Sólrún, ertu að fokking djóka, hvað á ég að gera?!“ Þetta er ömurlegt!“

Fylgjendurnir stóðu við bakið á henni

Lína segir að þetta hefði haft mikil áhrif á hana. „Svo fór ég í búðina að versla daginn eftir og ég drullumeðvituð, örugglega enginn að pæla í þessu. En fyrir mig, og hvernig ég er sem persónuleiki þá var ég bara ómægad, fólk lítur kannski á mig sem glæpamann. Þetta var enginn glæpur sko.“

Lína ræddi um þetta á Instagram og margir fylgjendur hennar stöppuðu í hana stálinu. „Það voru svo margir: „Er þetta grín? Bara ha?““

Sólrún tekur undir og segist elska fylgjendur sína á Instagram.

„Það er það sem ég elska við fylgjendahópinn manns, ég bara dýrka fylgjendahópinn minn því ég veit hann stendur svo þétt við bakið á mér og peppar mann þegar maður þarf á því að halda. Maður væri ekki að gera þetta án þess að fólkið sem fylgist með manni væri þarna.“

Sólrún segist einnig taka því fagnandi þegar fólk rýnir til gagns. „Ég hlakka til á hverjum einasta degi til að fara í gegnum skilaboðin sem ég fæ.“

Hlustaðu á þáttinn í heild sinni hér að neðan.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar