fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
Fókus

„Hann þóttist ætla að hitta vini sína – En hann vissi ekki hvað ég vissi“

Fókus
Fimmtudaginn 20. janúar 2022 11:00

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður sagði barnsmóður sinni og kærustu að hann þyrfti smá tíma til að slaka á og ætlaði að hitta vini sína. Það sem hann vissi ekki var að hún vissi hvað hver raunveruleg plön hans voru.

Saga konunnar hefur farið eins og eldur í sinu um netheima. Þetta byrjaði á því að konan, sem kallar sig @victorian_beauttxx á TikTok, tók þátt í vinsælu trendi á miðlinum þar sem fólk deilir sögum af erfiðri reynslu.

„Þú getur ekki sært mig. Fyrrverandi ætlaði að hitta „strákana“ á meðan ég myndi vera heima með nýfæddan son okkar, því hann þurfti að slaka á. Hann var í raun og veru að fara að hitta „catfish“ prófílinn minn á Tinder,“ skrifaði hún í myndbandinu.

@victorian_beauttxx 💀💀💀 #fyp ♬ original sound – Ailyn.Arellano

Myndbandið sló í gegn og kröfðust netverjar meiri upplýsinga, sem hún deildi í öðru myndbandi.

Hún byrjaði á því að taka fram að ef þú telur þörf á því að „catfisha“ manninn þinn þá ættirðu ekki að vera með honum.

Hugtakið „catfish“ er notað fyrir einhvern sem tælir aðra manneskju undir fölsku flaggi á netinu.

„Ég hafði mínar grunsemdir. Það var ekki að ganga neitt rosalega vel hjá okkur þannig mig grunaði að hann væri að veita öðrum konum athygli, jafnvel tala við þær. Ég hafði það á tilfinningunni að hann væri með prófíl á stefnumótaforritum, þannig ég bjó prófíl til og fann hann á Tinder,“ segir hún.

„Augljóslega var ég ekki ég sjálf á Tinder, heldur var ég „catfish.“ Ég þóttist vera einhver önnur.“

Konan kallaði sig Noelle á Tinder og fljótlega byrjaði hún og barnsfaðir hennar að tala saman á stefnumótaforritinu. Hún fékk auka síma hjá systur sinni til að senda honum SMS sem Noelle og þau enduðu með að mæla sér mót.

Samskipti mannsins og „Noelle“

„Á meðan hann var að senda „Noelle“ skilaboð var hann að senda mér skilaboð og segja: „Ég ætla að fara að hitta strákana, ég þarf smá tíma til að slaka á og taka því rólega.“ Ég sagði við hann: „Ekkert mál, skemmtu þér vel.“ En ég vissi hvað hann var að fara að gera,“ segir hún.

Á þessum tíma voru þau í sambúð. „Ég fór heim frá systur minni og hann var á leiðinni út um dyrnar. Ég sagði að ég vissi að hann væri ekki að fara að hitta strákana. Hann sagði: „Hvað ertu eiginlega að tala um?“ Og ég sagði: „Ég er Noelle.“ Hann varð eldrauður í framan og ég var svo ánægð með mig sjálfa. Hann kallaði mig klikkaða og ég sagði: „Já ég er það, en ég greip þig glóðvolgan.““

En þetta voru ekki endalokin hjá henni og barnsföður hennar. Þau hættu saman og byrjuðu saman næstu tvö árin. „Ég endaði með því að giftast honum, sem voru mjög stór mistök,“ segir hún og bætir við að þau séu skilin í dag.

„Þú vilt trúa því að fólk getur breyst, en það gerir það ekki.“

@victorian_beauttxx Reply to @corinigan #greenscreen #storytime ♬ original sound – victorian_beauttxx

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bráðfyndin og „vandræðaleg“ fatamistök Ryan Seacrest í lokaþætti American Idol

Bráðfyndin og „vandræðaleg“ fatamistök Ryan Seacrest í lokaþætti American Idol
Fókus
Í gær

Rýfur þögnina um myndirnar af Liam Payne og annarri konu

Rýfur þögnina um myndirnar af Liam Payne og annarri konu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu ástæðurnar fyrir aftökum í galdraofsóknunum – Hurðaskellur og heyrnarleysi

Sturluðustu ástæðurnar fyrir aftökum í galdraofsóknunum – Hurðaskellur og heyrnarleysi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lík í heimahúsi og eiturlyfið Vermaak – María Siggadóttir gefur út fyrstu spennusöguna sína

Lík í heimahúsi og eiturlyfið Vermaak – María Siggadóttir gefur út fyrstu spennusöguna sína
Fókus
Fyrir 5 dögum

Samtök kynlífsverkafólks ósátt við nýjasta þátt Eigin Kvenna – „Svona ógeð grefur undan réttindum okkar“

Samtök kynlífsverkafólks ósátt við nýjasta þátt Eigin Kvenna – „Svona ógeð grefur undan réttindum okkar“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dorrit í hópi stórstjarna sem mættu á frumsýningu ásamt bresku konungsfjölskyldunni

Dorrit í hópi stórstjarna sem mættu á frumsýningu ásamt bresku konungsfjölskyldunni