fbpx
Mánudagur 04.júlí 2022
Fókus

Íslendingar segja þetta vera mesta kjaftæðið hér á landi – „Þetta er almennt mjög pínleg stemming”

Fókus
Miðvikudaginn 19. janúar 2022 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland best í heimi – er stundum sagt. En það eru ekki allir sammála því. Netverji nokkur leitaði á náðar Íslendingasamfélagsins á Reddit og spurði hvað Íslendingar telja vera mesta „kjaftæðið“ við okkar eldgömlu Ísafold.

„Er eitthvað sérstakt sem Íslendingar hata við landið sitt eða daglega lífið þar?? Er til eitthvað sem öllum þykir kjaftæði en enginn segir það upphátt?“

Og ekki stóð á svörunum.

Afmælisvandró

Vinsælasta svarið er eftirfarandi sem líklega margir eiga eftir að tengja við:

„Í hvert sinn sem við syngjum afmælissönginn, þá syngjum við seinna erindið í um það bil 50% tilvika, en í hin 50% gerum við það ekki, hins vegar veistu aldrei hvort það muni gerast, svo það kemur þessi vandræðalega stund þar sem allir draga samtímis andann til að undirbúa seinna erindið en hika svo því þeir vilja ekki vera eina manneskja sem byrjar að syngja það, en svo kemur smá tónn óvart út og þá þurfa allir í herberginu að drattast með og syngja seinna erindið og þetta er almennt mjög pínleg stemning. Ég vildi að við gætum bara ákveðið þetta í eitt skiptið fyrir öll.“ 

Margir hafa tekið undir með þessari athugasemd en bætt því við að erindin geti verið fleiri en tvö. Það sé hægt að taka erindið „Hann hefur stækkað í nótt“ og „Þetta er afmæliskveðja.“

Þá bendir einn á að það sé vestfirskur siður að syngja þrjú erindi.

„Til hamingju, þú
Til hamingju, þú
Til hamingju, [nafn]
Til hamingju, þú

Svo eiga allir að standa í kringum afmælisbarnið og benda á það í takt við þetta erindi. Skilst að þetta sé vestfirskt“

Og þá svarar annar: „Og eins og allir vestfirskir siðir, þá ætti að drepa þetta í fæðingu.“

Veðrið kjaftæði, osturinn kjaftæði og áfengisverðið kjaftæði

Þó að afmælissöngurinn sé vinsælasta svarið á þræðinum hafa einnig komið mörg önnur góð svör. Algengast er að nefna íslenska veðrið sem mörgum þykir kjaftæði. Eins er minnst á húsnæðisverðið, tolla, stöðu öryrkja og þá algengu trú útlendinga að Íslands einhver útópía.

„Ég var í Manchester fyrir nokkrum mánuðum og trúði því varla hversu mörgum langaði að flytja til Íslands. Hvers vegna? Allt er dýrt hér, ríkisstjórnin er glötuð, veðrið er glatað og almenningssamgöngur eru glataðar.“ 

DV tók saman nokkur góð svör:

„Árstíðirnar hér eru: Grátt kjaftæði, vor, næstum því en ekki alveg sumar, grátt kjaftæði, blautt og sleipt kjaftæði og svo aftur grátt kjaftæði. „

„Allir hér eru listamenn eða tónlistarmenn. Flestir þessi Bjarkar-samsuðu-furðufugla staðalímynd. Og þessi sama týpa er í mikilli tengingu við náttúruna. Mesta kjaftæði í heimi. Þessari markaðssetningar staðalímynd hefur verið þröngvað upp á alla miðla og neitar að deyja.“ 

„Líka þessi misskilningur meðal ferðamanna að innfæddir séu alltaf til í að eiga í samskiptum við þá í bænum og verða gervi-vinur þeirra þetta kvöldið og svara endalausum spurningum. Fyrirgefðu ef ég hljóma dónalegur, en ég vil tala við mína vini. Þessar samræður enda með að verða einhvers konar yfirheyrsla um hvernig lífið hérna er. Þeir eru líka svo miklar staðalímyndir og jaðra við að vera dónalegir og ég hata þá af ástríðu. Ég myndi frekar stinga penna í augað á mér heldur en að svara 1000 spurningum um hvað við gerum hér á veturna frá ferðamanni í vindjakka.“ 

„Verðið á áfengi“ 

„Það er mjög mikil vandamál hér varðandi eitraða jákvæðni og hæglætisofríki. 

Fólk segir þér aldrei beint ef þau hafa eitthvað sökótt við þig. Þau bara brosa og eru vingjarnlega við þig en baktala þig svo við alla aðra og/eða skrifa bréf til þín eftir að ráðfæra sig við 47 af þeirra bestu vinum.“

„Ávextir og grænmeti, þú getur fengið þau annað hvort rotnandi eða sködduð og ef þú ert mjög heppinn þá bragðast þau kannski eitthvað í þá átt sem þau eiga að gera.“ 

„Ostur. Íslenskur ostur er kjaftæði.“ 

„Íslensk jólalög eru kjaftæði, þau eru ekkert nema lygar. Flest eru stolin ítölsk popplög sem er búið að gefa jólalegan blæ og texta. Það var logið að mér alla mína æsku!“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

George var aðeins fjórtán ára – Átakanleg saga barnsins í rafmagnsstólnum

George var aðeins fjórtán ára – Átakanleg saga barnsins í rafmagnsstólnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bauð dóttur sinni húsaskjól en sá eftir því þegar hún stal kærastanum

Bauð dóttur sinni húsaskjól en sá eftir því þegar hún stal kærastanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Telur að heimsfrægt ömmubarn sitt ætti að verða næsti James Bond

Telur að heimsfrægt ömmubarn sitt ætti að verða næsti James Bond
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rakel María var í sambandi með Ingó Veðurguði í 6 ár – „Fékk taugaáfall og grét“ þegar hún las ásakanirnar

Rakel María var í sambandi með Ingó Veðurguði í 6 ár – „Fékk taugaáfall og grét“ þegar hún las ásakanirnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svala Björgvins og Gréta Karen birta nýja mynd – Í latex lífstykkjum og haldast í hendur

Svala Björgvins og Gréta Karen birta nýja mynd – Í latex lífstykkjum og haldast í hendur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Karl Bretaprins komst í tilfinningalegt uppnám við að sjá barnabarn sitt í fyrsta sinn

Karl Bretaprins komst í tilfinningalegt uppnám við að sjá barnabarn sitt í fyrsta sinn