fbpx
Þriðjudagur 24.maí 2022
Fókus

Jón Viðar gagnrýnir Verbúðina – „Maður vill helst ekki eyða miklum tíma í eitthvað sem er ekki merkilegra en þetta“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Viðar Jónsson leiklistargagnrýnandi tekur Verbúðina fyrir í nýjasta pistli sínum á Facebook. Jón Viðar er þrautreyndur gagnrýnandi og er gjarnan þekktur fyrir að synda á móti straumnum. Hann var gagnrýnandi hjá RÚV á árum áður og skrifar nú reglulega gagnrýni á Facebook-síðu sína.

Fjórði þáttur af Verbúðinni var sýndur á RÚV síðastliðið sunnudagskvöld. Þáttaröðin er því hálfnuð og virðast áhorfendur ekki geta fengið nóg ef marka má íslenska Twitter samfélagið seint á sunnudagskvöldum.

Sjá einnig: Verbúðin hefur aldrei endað jafn spennandi – „Þetta er bara Áslaug Arna að húkka sér far með gæslunni“

Jón Viðar horfði á alla fjóra þættina í einni beit og segir þá hafa runnið nokkuð þægilega niður. Það virðist þó ekki vera góðs viti að mati gagnrýnandans.

„Þetta er auðvitað eintóm sápa og hún ekki nema rétt í meðallagi, persónulýsingar flatar, samtölin yfirleitt stirð, stundum beinlínis hjákátleg og ekki nokkur minnsta dýpt í þeim en leikurum ætlað að bæta það upp með sínum leik og komast sumir dável frá því; ég nefni Góa, Jóa Sig, Kristínu Þóru, aðrir eru bara svona þokkalegir en ekkert mikið meir,“ segir Jón Viðar og bætir við:

„Engin sérstök tilþrif í myndatöku og klippingu, en tónlistin nokkuð snyrtilega unnin.“

Gagnrýnandinn virðist þó ekki hrifinn af söguþræði þáttanna:

„Það er mjög erfitt að sjá hvaða stefnu hin ennþá sundurlausa atburðarás ætlar að taka nú í hálfleik, en sem stendur sjást þess engin merki að sú samfélagsádeila sem þarna er fitjað upp á nái tengingu við aðra söguþræði sem lyppast áfram til hliðar við braskið og bisnissinn, s.s. framhjáhald og forræðisdeilur. Enn er vart hægt að tala um plott, og kannski gerir það ekkert til, það er alltaf eitthvað æsilegt að gerast, slysfarir tíðar og dauðsföll, endalausar uppáferðir, berir rassar og brjóst; á því sviði hefur að minnsta kosti enginn kvóti verið settur á leikstjórann. Hvort hinn þrælkaði verbúðarlýður á eftir að gera uppreisn – ja það skyldi þó aldrei vera að hann endaði með því, en sem stendur er vart mikilla hluta að vænta af liðinu.“

Leiklistargagnrýnandinn segist ekki vera viss um hvort hann muni klára þáttaröðina.

„Það er svo mikið framboð af forvitnilegum seríum, bæði á Netflix og RÚV-vefnum að maður vill helst ekki eyða miklum tíma í eitthvað sem er ekki merkilegra en þetta,“ segir hann en viðurkennir að hann muni líklegast horfa á fimmta þáttinn. „Því auðvitað vil ég sjá hvort Gísli Örn lifir þyrluslysið af (sem ég tal að vísu 95 prósent líkur á að hann geri).“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vigdís Howser gengin út – Fullkomnar andstæður náðu saman

Vigdís Howser gengin út – Fullkomnar andstæður náðu saman
Fókus
Í gær

Umdeild færsla Andrésar setti allt í uppnám á Twitter – „Hvaða rugl er þetta?“

Umdeild færsla Andrésar setti allt í uppnám á Twitter – „Hvaða rugl er þetta?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lík í heimahúsi og eiturlyfið Vermaak – María Siggadóttir gefur út fyrstu spennusöguna sína

Lík í heimahúsi og eiturlyfið Vermaak – María Siggadóttir gefur út fyrstu spennusöguna sína
FókusViðtalið
Fyrir 2 dögum

Trausti er nýr borgarfulltrúi Reykvíkinga – ,,Andleg vandamál eru faraldur á Íslandi“

Trausti er nýr borgarfulltrúi Reykvíkinga – ,,Andleg vandamál eru faraldur á Íslandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eva Dís um reynslu sína: „Þegar maður er í vændi þá verður maður að segja að þetta sé æðislegt“

Eva Dís um reynslu sína: „Þegar maður er í vændi þá verður maður að segja að þetta sé æðislegt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

XXX Rottweiler og Aron Can koma fram á Þjóðhátíð

XXX Rottweiler og Aron Can koma fram á Þjóðhátíð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Furðulegustu beiðnirnar sem OnlyFans stjörnur hafa fengið – Táneglur, klósettferðir og fótasviti

Furðulegustu beiðnirnar sem OnlyFans stjörnur hafa fengið – Táneglur, klósettferðir og fótasviti
Fókus
Fyrir 5 dögum

Meint stéttarfélag innbrotsþjófa vekur athygli – „Munið að festa flatskjá aldrei við vegg“

Meint stéttarfélag innbrotsþjófa vekur athygli – „Munið að festa flatskjá aldrei við vegg“