fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
Fókus

Óhefðbundnar fasteignamyndir í 180 milljóna króna húsi vekja athygli – „Rusl? Hvaða rusl?“

Fókus
Mánudaginn 17. janúar 2022 16:57

Skjáskot af fasteignavef Vísir.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhugaverðar umræður hafa skapast eftir að tæplega 180 milljón króna eign var auglýst til sölu en ekki var haft fyrir því að fara út með ruslið áður en auglýsingamyndir fyrir fasteignina voru teknar.

Fasteignaverð er sem kunnugt er í hæstu hæðum, algengt að eignir seljist á yfirverði og jafnvel án þess að nokkur hafi komið að skoða. Þá er framboð eigna afar lítið.

Átta herbergja einbýlishús að Tjarnargötu í Reykjavík er hér auglýst á fasteignavef Vísis.

Arnar nokkur gerir það að umtalsefni á Twitter að það segi „allt sem segja þarf um núverandi fasteignamarkað að fasteignasalar og eigendur sjá ekki einu sinni þörfina á að fara út með ruslið fyrir myndatöku á 180 m.kr. eign“ og birtir hann skjáskot af einni myndinni sem tekin er í eldhúsinu þar sem þrír fullir ruslapokar sjást greinilega. Þegar þessar línur eru skrifaðar hafa tæplega 700 manns sett hjarta við færsluna.

Þórunn Jakobs vekur síðan athygli á því að á eldhúsborðinu er óhreint eldfast mót, og Sveinn Birkir á því að þarna er pottur á eldavélarhellu. Einhverjir eru síðan forvitnir um hvað hafi verið í matinn og hvaða hlutverki sítrónupiparinn á borðinu hafi gegnt.

Bragi Skúlason lætur sér hins vegar fátt um finnast og spyr bara: „Rusl? Hvaða rusl?“

Eigendur hússins mega allavega eiga það að þeir eru ekki að reyna að búa til neina glansmynd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vigdís Howser gengin út – Fullkomnar andstæður náðu saman

Vigdís Howser gengin út – Fullkomnar andstæður náðu saman
Fókus
Í gær

Umdeild færsla Andrésar setti allt í uppnám á Twitter – „Hvaða rugl er þetta?“

Umdeild færsla Andrésar setti allt í uppnám á Twitter – „Hvaða rugl er þetta?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Djöfullegir tvífarar sem boða illsku og myrkur: Bölvunin sem þjakaði Emilie

Djöfullegir tvífarar sem boða illsku og myrkur: Bölvunin sem þjakaði Emilie
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslendingur á áttræðisaldri slær í gegn á TikTok – „Ingunn GOÐSÖGN“ 

Íslendingur á áttræðisaldri slær í gegn á TikTok – „Ingunn GOÐSÖGN“ 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eva Dís um reynslu sína: „Þegar maður er í vændi þá verður maður að segja að þetta sé æðislegt“

Eva Dís um reynslu sína: „Þegar maður er í vændi þá verður maður að segja að þetta sé æðislegt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

XXX Rottweiler og Aron Can koma fram á Þjóðhátíð

XXX Rottweiler og Aron Can koma fram á Þjóðhátíð