fbpx
Mánudagur 17.janúar 2022
Fókus

Megan Fox og Machine Gun Kelly trúlofuð – „Og svo drukkum við blóð hvors annars“

Fókus
Fimmtudaginn 13. janúar 2022 11:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Megan Fox og tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly hafa opinberað trúlofun sína, en Megan sagði já á þriðjudaginn og hefur nú deild myndbandi af Kelly á skeljunum á Instagram.

Með myndbandinu deildi hún texta þar sem hún leit yfir samband þeirra. Þar sagði hún að í júlí 2020 hafi hún og Kelly setið undir trénu þar sem hann fór á skeljarnar og vonast eftir göldrum.

„Við höfðum ekki hugmynd um þann sársauka sem við þurftum að horfast í augu við saman á svona skömmum tíma. Við vissum ekki hversu mikla vinnu og fórnir við þyrftum að færa fyrir sambandið en við vorum í vímu af allri ástinni. Og karmanu.

Einhvern veginn, einu og hálfu ári síðar, eftir að hafa gengið í gegnum eld og brennistein saman og hlegið meira en ég hélt að væri hægt, þá fór hann á skeljarnar. Og alveg eins og í öllum lífum sem ég hef lifað, og öllum lífum sem ég mun lifa, sagði ég já

…. og svo drukkum við blóð hvors annars.“

Kelly hefur einnig deilt trúlofuninni á sínum samfélagsmiðlum. Þar minntist hann ekkert á blóðdrykkjuna heldur aðeins á hringinn sem hann gaf Megan.

„Ég veit að hefðin er að gefa einn hring, en ég ásamt hönnuðinum Stephan Webster hannaði tvo.“

Kelly segir að hringarnir tveir blandi saman smaragði, sem sé fæðingarsteinn Megan, og demanti sem sé fæðingarsteinn hans. Hringarnir væru svo seglar sem draga hvort annan að sér eins og tveir helmingar sömu sálarinnar. En Megan hefur áður sagt í viðtölum að hún sé þeirrar trúar að hún og Kelly séu „tvíbura eldar“ eða með öðrum orðum ein sál sem hafi verið skipt milli þeirra tveggja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Óléttutilkynningin í jólaboðinu missti marks – „Þetta er nú ljóta vitleysan og þau vissu alveg hvað þau voru að gera“

Óléttutilkynningin í jólaboðinu missti marks – „Þetta er nú ljóta vitleysan og þau vissu alveg hvað þau voru að gera“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ræktarsjálfan kom upp um framhjáhaldið -„Menn eru bókstaflega farnir að afhjúpa sig sjálfir“

Ræktarsjálfan kom upp um framhjáhaldið -„Menn eru bókstaflega farnir að afhjúpa sig sjálfir“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Demi Lovato komin með þrívíddartattú af könguló á höfuðið

Demi Lovato komin með þrívíddartattú af könguló á höfuðið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Matur&heimili: Glæsiíbúð á Mýrargötu og veitingastaðurinn Monkeys

Matur&heimili: Glæsiíbúð á Mýrargötu og veitingastaðurinn Monkeys