fbpx
Laugardagur 21.maí 2022
Fókus

Linda Pé sökuð um fitufordóma og svarar harðri gagnrýni – „Þú þarft ekki að léttast í alvöru“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 13. janúar 2022 13:04

Linda Pé. Mynd/Ásta Kristjánsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi fegurðardrottningin og athafnakona Linda Pétursdóttir, einnig þekkt sem Linda Pé, hefur nú svarað fyrir sig eftir að hafa sætt harði gagnrýni fyrir að gefa fólki ráð um hvernig það getur misst fjögur kíló á einum mánuði.

Linda Pé heldur úti hlaðvarpinu Lífið með Lindu Pé en um ár er síðan fyrsti þáttur kom út. Í þáttunum fjallar Linda um lífsþjálfun og er aðaláhersla lögð á þyngdartap.

Þegar Linda gaf út fyrsta þáttinn sagði hún um hlaðvarpið: „Viltu grennast en ert orðin þreytt á megrunarkúrum? Ef svo er, ertu á réttum stað. Ég ætla að kenna þér lausnina við að losna við aukakílóin án þess að þú þurfir nokkurn tímann aftur að fara á megrunarkúr.“

Ári eftir að fyrsti þátturinn kom út gaf Linda út fjóra þætti þar sem hún segir hlustendum hvernig þeir geta misst fjögur kíló á einum mánuði. Hún ráðlagði þeim að borða tvær máltíðir á dag, sleppa öllum millibitum og taka alveg út hveiti og sykur.

„Ef þú ferð af stað með það í huga að þetta sé megrunarkúr og það sé allt eða ekkert þá vil ég bjóða þér að gera það ekki. Megrunarkúrar eru tímabundnir og ég kenni þér langtímalausn, svo þú þurfir ekki að fara aftur í megrunarkúr,“ útskýrir hún.

Svarar fyrir sig

Smartland birti grein um þáttinn sem fór á flug og var mikið á milli tannanna á fólki. Ráðleggingar Lindu voru sagðar vera ekkert annað en megrunarkúr og hluti af skaðlegri megrunarmenningu.

Linda var harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum og fordæmdu margar opinberar persónur ummæli hennar, meðal annars aktívistinn og höfundurinn Erna Kristín Stefánsdóttir, betur þekkt sem Ernuland.

Linda svaraði svo fyrir sig í nýjum hlaðvarpsþætti sem kom út á dögunum. Þátturinn var titlaður Gagnrýni og í honum gefur hún ráð til að kljást við utanaðkomandi gagnrýni, sjálfsgagnrýni og gefur einnig ráð ef það er ekki fótur fyrir gagnrýninni. Hún ræðir einnig um gagnrýnina sem hún hefur fengið undanfarna viku. Vísir greindi frá.

„Þú þarft ekki að léttast í alvöru. Þú þarft þess ekki, þú verður ekki betri manneskja ef þú léttist. Þú ert nú þegar fullkomin,“ segir hún og heldur áfram:

„Þú verður ekki vinsælli, þú verður ekki einu sinni hamingjusamari. Þú verður bara léttari.“

Linda spyr þá af hverju hún sé þá að hjálpa fólki að léttast ef hún trúir þessum ummælum sínum. „Það er vegna þess að þú getur lést ef þú vilt það. Ef það gæti bætt líkamlega heilsu þína að léttast eða þú telur að þú hefðir meiri orku eða langar einfaldlega að sjá hvað þú ert fær um að gera, þá getur þú lést.“

Þekkir gagnrýni vel

Linda Pé hefur verið á sjónarsviðinu í nokkra áratugi. Hún var krýnd Ungfrú Heimur árið 1988, hún átti og rak Baðhúsið um árabil og tók við stjórn Miss World á Íslandi árið 2018. Gagnrýni er því ekki nýtt fyrirbæri fyrir henni og hefur hún lært hvernig hún á að kljást við hana.

„Ég hef sjálf verið sýnileg í mjög langan tíma og því fengið gagnrýni í gegnum tíðina. Sem betur fer svona að mestu leyti hafa ummælin verið jákvæð í minn garð en eins og með alla þá hef ég fengið minn skerf af neikvæðum ummælum. Og þau eru nú oft og tíðum fyrirferðarmeiri. Fá meiri athygli,“ segir Linda og bætir við að til að byrja með hafi henni liðið – illa yfir því og haft ríka þörf á að svara þeim. „Mér fannst ég þurfa að sanna fyrir fólki að það færi með rangt mál.“

Linda segir að síðan þá hafi hún þroskast og tekur þessu allt öðruvísi í dag. „Sú leið sem ég hef tileinkað mér og hefur þjónað mér og jafnframt gert það að verkum að ég óttast ekki gagnrýni er þessi: Ég finn sannleikann í gagnrýninni. Ef einhver segir eitthvað um mig eða skrifar eitthvað um mig þá hlusta ég eða les það og finn sannleikann í því. Um leið og ég opna mig fyrir sannleikanum fer mótstaðan burt. Ég hætti að streitast á móti gagnrýninni,“ segir hún.

Það er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þorbjörg svarar gagnrýni um að fyrirsæta sé „of feit“ – „Ef þú hefur áhyggjur af heilbrigði mínu ertu velkominn með mér á æfingu“

Þorbjörg svarar gagnrýni um að fyrirsæta sé „of feit“ – „Ef þú hefur áhyggjur af heilbrigði mínu ertu velkominn með mér á æfingu“
Fókus
Í gær

Svona skiptir Cardi B um bleiur með löngu neglunum sínum

Svona skiptir Cardi B um bleiur með löngu neglunum sínum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matur&heimili: Matartöfrar frá Túnis og landsliðskonan Elísa Viðarsdóttir

Matur&heimili: Matartöfrar frá Túnis og landsliðskonan Elísa Viðarsdóttir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóttir Heidi Klum í kjól móður sinnar 24 árum seinna

Dóttir Heidi Klum í kjól móður sinnar 24 árum seinna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vítalía hneyksluð á Eiríki Jónssyni – „Á ég að hlæja núna?“

Vítalía hneyksluð á Eiríki Jónssyni – „Á ég að hlæja núna?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Glæsileg penthouse íbúð Stellu Birgis innanhússhönnuðar komin á sölu

Glæsileg penthouse íbúð Stellu Birgis innanhússhönnuðar komin á sölu