fbpx
Mánudagur 17.janúar 2022
Fókus

Fyrrverandi kom henni rækilega á óvart á afmælinu með risastórri gjöf – Nú var komið að henni að koma honum á óvart

Fókus
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Shaun Nyland vakti mikla athygli á samfélagsmiðlinum TikTok í október. Hann ákvað að borga húsnæðislán fyrrverandi kærustu sinnar og tók myndband af viðbrögðum hennar þegar hann sagði henni frá því. Nú var komið að fyrrverandi kærustunni að koma honum á óvart. 

Shaun og fyrrverandi kærusta hans, Cat Keenan, voru saman í sjö ár og eiga tvö börn saman. Þau hættu þó saman í fyrra eftir að þau fóru bæði að vinna við að búa til efni fyrir samfélagsmiðla sem það krafðist þess að þau eyddu bæði vinnu- og frítíma saman.

„Maður hefði haldið að það myndi auka nándina á milli okkar en þvert á móti jók það fjarlægðina. Þetta var svona eins og við hefðum skyndilega orðið að vinum sem voru að vinna saman,“ segir Cat. 

Þau hættu saman í góðu og gættu þess að halda vinskapinum fyrir synina. Eftir að Shaun flutti út áttaði Cat sig á því að það er erfitt að reka heimili sem einstæð móðir og fljótlega átti hún erfitt með að ráða við að að greiða af húsinu.

„Ég var svo stressuð út af fjármálunum því ég þurfti að borga af húsinu – við höfðum keypt okkur frekar stórt hús með fjórum svefnherberginu og mánaðarlegar afborganir voru háar.“ 

Cat hafði líka fengið fjölskyldubílinn, Range Rover jeppa, í sambandsslitunum en það kostar gífurlega mikið að kaupa eldsneyti á slíkan bíl.

Shaun gætti þess að borga allt sem honum bar varðandi synina, en hann segir að innst inni hafi hann vitað að það væri ekki nóg. Þess vegna ákvað hann að koma Cat rækilega á óvart á 31 árs afmælisdegi hennar.

Hann ákvað að taka myndband af viðbrögðum hennar en á myndbandinu má sjá Shaun kasta lyklum til Cat. „Hvers vegna ertu að gefa mér þessa lykla?“ spyr hún hann þá. „Þú átt afmæli í dag og ég vil að þetta sé besta afmæli ævi þinnar. Sko, ég veit að við erum ekki saman lengur en ég er búinn að vera svo stoltur af þér, þú ert besta móðir í heimi, svo ég ákvað að gera svolítið,“ segir Shaun við því og útskýrir svo hvað hann gerði.

„Ég hringdi í bankann, ég borgaði upp allt húsnæðislánið. Þú átt þetta hús núna.“

Cat trúði Shaun ekki í fyrstu, hún hélt að hann væri að grínast. „Ég lofa þér, þú átt þetta hús. Ég hringdi í bankann, borgaði allt af því, þú átt þetta hús.“

Gjafmildi Shaun hefur vakið gífurlega athygli og hafa nú um 4,3 milljónir manns horft á myndbandið af viðbrögðum Cat.

Hins vegar er sagan ekki búin. Eftir að Shaun færði Cat þessa stóru gjöf færðist nýr kraftur í vinskap þeirra. Þau ákváðu því að byrja aftur að búa til efni fyrir TikTok saman.

Cat útskýrir nú í myndbandi á YouTube-síðu sinni að hún hafi í kjölfarið áttað sig á því að lengi lifir í gömlum glæðum.

„Ég varð ástfangin aftur […] Til að vera hreinskilin þá varð ég frekar ráðvillt og hugsaði: Elska ég hann? Elska ég hann ekki?“ 

Cat ákvað svo að koma Shaun á óvart og líkt og hann gerði tók hún viðbrögð hans upp. Shaun taldi að þau væru að fara að taka upp myndband fyrir fylgjendur sínar til að ræða um stöðu sambandsins, og að þau væru að fara hægt í sakirnar. En Cat var samt á öðru máli og nýtti þá tækifærið og spyrði Shaun hvort hann vildi byrja með henni aftur.

„Við erum á virkilega góðum stað og tilfinningar mínar til þín eru sterkar og ég hef gert mér grein fyrir hversu mikið ég elska þig. Ég vil bara vera með þér aftur, vera fjölskylda með börnunum og allt, ég vil gera þetta opinbert.“ 

Shaun táraðist við þetta. „Þú plataðir mig. Guð minn góður, ég er í alvörunni farinn að gráta.“

Allt er gott sem endar vel og þessi fallega vending í lífi þeirra Shaun og Cat lagðist vel í aðdáendur og rigndi hamingjuóskunum yfir þau.

Sjá einnig:  Kom fyrrverandi kærustu sinni rækilega á óvart með risastórri gjöf – „Besta afmælisgjöf í heimi“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrsta sýnishorn úr nýju Netflix-mynd Baltasars Kormáks

Fyrsta sýnishorn úr nýju Netflix-mynd Baltasars Kormáks
Fókus
Fyrir 3 dögum

Britney Spears rýfur þögnina um viðtal systur sinnar – „Hún fékk allt upp í hendurnar!“

Britney Spears rýfur þögnina um viðtal systur sinnar – „Hún fékk allt upp í hendurnar!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ræktarsjálfan kom upp um framhjáhaldið -„Menn eru bókstaflega farnir að afhjúpa sig sjálfir“

Ræktarsjálfan kom upp um framhjáhaldið -„Menn eru bókstaflega farnir að afhjúpa sig sjálfir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Söngvakeppninni frestað um viku – „Þetta er auðvitað ekki auðveld ákvörðun“

Söngvakeppninni frestað um viku – „Þetta er auðvitað ekki auðveld ákvörðun“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Matur&heimili: Glæsiíbúð á Mýrargötu og veitingastaðurinn Monkeys

Matur&heimili: Glæsiíbúð á Mýrargötu og veitingastaðurinn Monkeys
Fókus
Fyrir 5 dögum

Drottning klámsins lögð inn á sjúkrahús eftir að hún hætti að geta gengið

Drottning klámsins lögð inn á sjúkrahús eftir að hún hætti að geta gengið