fbpx
Mánudagur 17.janúar 2022
Fókus

Sjáðu myndirnar: Bergþór og Laufey keyptu Garðarbæjarhöllina

Fókus
Þriðjudaginn 11. janúar 2022 17:30

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokks­ins, og Lauf­ey Rún Ket­ils­dótt­ir, starfsmaður þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins, hafa keypt glæsihýsi í Þrastanesi í Garðabæ. Smartland greinir frá þessu. Þau Laufey og Bergþór eiga von á sínu fyrsta barni sam­an, en hann á barn fyr­ir. Undanfarið hafa þau hafa búið á heimili Bergþórs á Akra­nesi.

Fókus fjallaði um húsið þegar það fór á sölu í byrjun desembermánaðar. Það voru hjónin Arnar Þór Stefánsson og Sunna Jóhannsdóttir sem áttu glæsihýsið fyrir en í því höfðu þau búið frá árinu 2014. Arnar er einn öflugasti lögmaður landsins og einn af eigendum LEX lögmannsstofu. Sunna er verkefnastjóri fjármála hjá Íslensku óperunni.

Í umfjöllun Fókuss kom fram að eignin væri 364,8 fermetrar, með níu herbergi, þar af fimm svefnherbergi. Húsið var byggt árið 1989 og er 23,5 fermetra bílskúr hluti af eigninni.

Húsið þykir einkar vandað og vel byggt, það er á þremur pöllum og fullbúin tveggja herbergja íbúð með sérinngang á neðsta palli hússins. Það er afgirt timburverönd með heitum potti, stór sólskáli með kamínu og fallegu útsýni. Það er einnig sauna klefi í húsinu. 179 milljónir króna voru settar á eignina.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af húsinu:

Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrsta sýnishorn úr nýju Netflix-mynd Baltasars Kormáks

Fyrsta sýnishorn úr nýju Netflix-mynd Baltasars Kormáks
Fókus
Fyrir 3 dögum

Britney Spears rýfur þögnina um viðtal systur sinnar – „Hún fékk allt upp í hendurnar!“

Britney Spears rýfur þögnina um viðtal systur sinnar – „Hún fékk allt upp í hendurnar!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ræktarsjálfan kom upp um framhjáhaldið -„Menn eru bókstaflega farnir að afhjúpa sig sjálfir“

Ræktarsjálfan kom upp um framhjáhaldið -„Menn eru bókstaflega farnir að afhjúpa sig sjálfir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Söngvakeppninni frestað um viku – „Þetta er auðvitað ekki auðveld ákvörðun“

Söngvakeppninni frestað um viku – „Þetta er auðvitað ekki auðveld ákvörðun“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Matur&heimili: Glæsiíbúð á Mýrargötu og veitingastaðurinn Monkeys

Matur&heimili: Glæsiíbúð á Mýrargötu og veitingastaðurinn Monkeys
Fókus
Fyrir 5 dögum

Drottning klámsins lögð inn á sjúkrahús eftir að hún hætti að geta gengið

Drottning klámsins lögð inn á sjúkrahús eftir að hún hætti að geta gengið