fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Drottning klámsins lögð inn á sjúkrahús eftir að hún hætti að geta gengið

Fókus
Þriðjudaginn 11. janúar 2022 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum klámstjarnan Jenna Jameson hefur verið greind með Guillain-Barré heilkennið, sem er sjaldgæfur taugasjúkdómur þar sem ónæmiskerfi líkamans veldur skaða á taugafrumum.

Jenna greindist með heilkennið í kjölfar þess að hún hætti skyndilega að geta gengið. Kærasti hennar, Lior Bitton, greindi aðdáendum Jennu frá þessu á dögunum.

Lior sagði að Jenna hafi verið slöpp undanfarnar vikur og ítrekað kastað upp. Hún hafi farið á sjúkrahús í síðustu viku þar sem hún hafi undirgengist rannsóknir en ekkert komið úr þeim svo hún var send aftur heim.

„Svo þegar hún kom heim gat hún ekki haldið sér á fótum. Vöðvarnir í fótum hennar voru afar veikburða. Hún gat ekki staðið upp og gengið inn á baðherbergi. Hún bara féll á leiðinni á eða frá baðherberginu og ég þurfti að taka hana upp og bera hana aftur upp í rúm. Svo á aðeins tveimur dögum varð þetta enn verra. Hún gat með engu móti staðið og ekki gengið.“

Guillain-Barré heilkennið getur valdið verkjum, dofa, slappleika í vöðvum og getur í alvarlegustu tilfellum leitt til lömunar. Hins vegar ná flestir að jafna sig á þessum sjúkdómi.

Jenna er nú á sjúkrahúsi þar sem hún undirgengst meðferð við sjúkdóminum og endurhæfingu.

Lior segir að það gangi vel. „Hún getur sem stendur ekki staðið í lappirnar. Þeir eru að hefja meðferðina og svo sjá þeir til með framhaldið.“

Guillain-Barré heilkennið hefur greinst sem sjaldgæf aukaverkun af bóluefninu Janssen. Jenna hefur þó skýrt tekið fram að bóluefni hafi ekkert með hennar greiningu að gera. „Þetta er ekki aukaverkun af bólusetningu.“

Jenna Jameson hefur oft verið kölluð heimsins frægasta klámleikkona eða Klámdrottningin. Hún byrjaði að leika í erótískum myndböndum árið 1993 eftir að hafa unnið sem fatafella og fyrirsæta. Hún hætti að leika í klámi árið 2008.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Í gær

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna